
Póker er vinsæll um þessar mundirMyndin tengist fréttinni ekki beint
Pókerspilarinn Árni Gunnarsson stóð sig stórkostlega þegar hann sigraði pókermót sem haldið var á vegum Pokerstars á Ítalíu í vikunni. Árni hefur lengi verið einn besti pókerspilari landsins en hann hefur unnið til verðlauna á mótum víðs vegar um Evrópu á undanförnum árum.
Lokamótherji Árni var hinn austurríski Adi Rajkovic en hann hefur verið atvinnumaður í póker í tæpan áratug.
Sigurlaun hans voru ekki af verri endanum en hann fær tæpar 20 milljónir króna í sinn vasa fyrir sigurinn.
Birt hefur verið myndband augnablikinu þegar Árni vann mótið og er hægt að horfa á það hér fyrir neðan.
Komment