
Flokkur fólksins fyllti ekki út áreiðanleikakönnun og var því bankareikningi flokksins í Arion Banka því lokað tímabundið í síðasta mánuði en RÚV greinir frá. Bankinn má ekki eiga í viðskiptum við fyrirtæki eða félög nema slík könnun hafi verið fyllt út.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félagsmálaráðherra, kaus að tjá sig ekki um lokun bankareikninganna þegar fréttamaður RÚV innti hana eftir svörum að loknum ríkisstjórnarfundi fyrr í dag. Aðstoðarmaður hennar gagnrýndi að fréttamaðurinn hefði ekki gefið ráðherranum fyrirvara um að slíkar spurningar yrðu bornar upp. Upplýsingafulltrúi flokksins, sem jafnframt situr í stjórn Ríkisútvarpsins, lýsti einnig furðu sinni á spurningunni og benti á að reikningarnir hefðu aðeins verið lokaðir í stuttan tíma. Þá ræddu þau um að kæra meintan upplýsingaleka til fréttamanns.
Arion banki segir í svari sínu til RÚV að það sé almennt gerð rík krafa til fjármálafyrirtækja um að varðveita slíkar upplýsingar, þar sem þær séu forsenda þess að einstaklingar og fyrirtæki geti átt í viðskiptum við bankann.
Komment