Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum verkefnum í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal þjófnuðum úr verslunum, umferðarlagabrotum, slysum og alvarlegum eldsvoða.
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í sem afgreitt var á vettvangi. Þá bárust einnig tilkynningar um tvo þjófnaði úr verslunum í miðbæ Reykjavíkur. Í sama hverfi var tilkynnt um líkamsárás, þar sem um minniháttar meiðsli var að ræða og málið afgreitt á vettvangi.
Í umferðareftirliti var ökumaður stöðvaður þar sem í ljós kom að hann hafði ekki gild ökuréttindi. Málið var afgreitt með sekt. Annar ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur, mældur á 111 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst, og hlaut hann sekt. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogi fyrir að aka gegn rauðu umferðarljósi og einnig afgreiddur með sekt. Í sama hverfi var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, en hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Í Hafnarfirði var ökumaður handtekinn eftir að hafa valdið árekstri undir áhrifum fíkniefna. Við leit fannst fíkniefni í vörslu hans og var hann vistaður í fangaklefa.
Lögregla sinnti einnig slysum. Tilkynnt var um vinnuslys, þar sem maður féll og hlaut skurð á enni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til frekari skoðunar. Þá var barn flutt á bráðamóttöku eftir að hafa dottið og hlotið áverka í andliti í Árbænum.
Að lokum var tilkynnt um meiriháttar eld í Grafarvogi. Engin slys urðu á fólki, en eldurinn olli töluverðu eignartjóni.
Auk þessa sinnti lögregla almennu eftirliti og aðstoð víðs vegar um svæðið.


Komment