
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, ráðherra mennta- og barnamála, eignaðist barn með fimmtán ára pilti þegar hún var sjálf 22 ára gömul og leiddi unglingastarf sem hann tók þátt í.
Þetta kemur fram í umfjölllun RÚV.
Atvikið gerðist fyrir þrjátíu árum. Ásthildur Lóa starfaði með unglingum í trúfélaginu Trú og líf í Kópavogi. Barnsfaðir hennar segir í dag að hún hafi tálmað hann en engu að síður krafið hann um meðlag.
Pilturinn leitaði á sínum tíma í trúfélagið vegna erfiðra aðstæðna heimafyrir. Í samtali við RÚV kveðst hann ekki hafa upplifað sjálfan sig sem fórnarlamb í aðstæðunum.
Þá segir í umfjöllun RÚV: „Ástarsamband þeirra tveggja var ávallt leynilegt en pilturinn fékk að vera viðstaddur fæðingu sonar síns og að umgangast hann fyrsta árið. Það hafi þó gengið upp og ofan því pilturinn var staddur illa fjárhagslega, með lítið bakland og ekki með bílpróf en þau bjuggu í sitthvoru sveitarfélaginu.“
Nýverið komst hún í fréttirnar eftir að hafa lýst vantrausti á dómstóla.
Ásthildur Lóa hefur ákveðið að segja af sér ráðherraembætti.
Uppfært: Ásthildur Lóa hefur hafnað fullyrðingum Ríkisútvarpsins um að hún hafi leitt unglingastarf sem og að hún hafi tálmað umgengni.
Komment