Knattspyrnugoðsögnin Birkir Bjarnason hefur stofnað fyrirtækið Lív Boutique ehf.
Tilgangur félagsins er heildsala og smásala með snyrtivörur og tengdar vörur, rekstur fasteigna og lánastarfsemi.
Birkir situr í stjórn félagsins og fer með prókúruumboð. Erla Björg Viðarsdóttir er svo varamaður í stjórninni.
Birkir er án vafa einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands en hann er leikjahæsti landsliðsmaður karlaliðsins og hefur hann leikið 113 landsleiki. Hann hætti knattspyrnuiðkun í fyrra en hann lék sem atvinnumaður í 19 ár. Á ferlinum lék hann með liðum á borð við Aston Villa, Brescia, FC Basel og Sampdoria.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment