Knattspyrnusamband Írlands hefur birt myndband á samfélagsmiðlum sem sýnir ræðu Heimis Hallgrímssonar, þjálfara Írlands, eftir að ljóst var að liðinu tókst að tryggja sér áfram í umspil fyrir HM í knattspyrnu karla sem fer fram á næsta ári.
Írum tókst það eftir magnaða sigra á Portúgal og Ungverjalandi en Heimir hefur mátt þola mikla gagnrýni í Írlandi. Eftir þennan glæsilega árangur í þessum tveimur leikjum hefur Heimir hins vegar verið tekinn heldur betur í sátt af stuðningsmönnum og fjölmiðlum. Samkvæmt fjölmiðlum hefur Heimi verið boðinn nýr samningur um að halda þjálfun liðsins áfram.
Írland er þriðja þjóðin sem Heimir þjálfar en hann þjálfaði áður íslenska landsliðið með frábærum árangri og svo síðar lið Jamaíka.
Í ræðunni talar þjálfarinn meðal annars um að leikmenn eigi að njóta augnabliksins en að stærri áskoranir bíði þeirra og allir muni vilja vera vinir þeirra núna. Þá segir hann að þeirra ferðalag sé aðeins nýhafið.


Komment