
Í dagbók lögreglu frá því í dag og í gær er greint frá því að ökumaður hafi verið handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í miðbænum.
Óskað var aðstoðar vegna djammara með blæðandi sár á höfði á bar í miðbænum. Í ljós kom að um óhapp var að ræða og fékk djammarinn aðhlynningu sjúkraliðs.
Einstaklingur handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna í Hafnarfirði, en ætluð fíkniefni fundust við leit í bifreið hans. Hann var látinn laus eftir skýrslutöku.
Lögreglan fékk tilkynningu um líkamsárás í Breiðholti.
Tilkynnt var um eignaspjöll á fjórum bifreiðum. Þar hafði verið stungið á hjólbarða bifreiðanna og spreyjað á þær.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í Kópavogi, en sá var einnig sviptur ökuréttindum. Viðkomandi reyndi að flýja undan lögreglu eftir að hafa stöðvað bifreið sína, en hafði ekki erindi sem erfiði.
Tilkynnt var um framkvæmdahávaða seint um kvöld í Árbænum.
Komment