
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur boðað Redion Zeneli, albönskum ríkisborgara, fyrir dóm þann 28. ágúst næstkomandi vegna alvarlegra brota á lögum um ávana- og fíkniefni, peningaþvætti og brota á útlendingalögum.
Samkvæmt ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er Zeneli sakaður um að hafa haft í vörslu sinni rúmlega 150 grömm af kannabisefni, kókaín og 17 töflur af lyfinu Sildenafil í sölu- og dreifingarskyni í íbúð sinni á Akureyri. Efnin fundust við húsleit lögreglu þann 26. ágúst 2023.
Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa áunnist sér fjárhagslegan ávinning upp á 218.000 krónur með ólögmætri starfsemi sem tengist fíkniefnasölu. Loks er hann sakaður um að hafa reynt að villa á sér heimildir við handtöku, en vegabréf hans fannst í íbúð hans þrátt fyrir að hann hafi haldið því fram að það væri týnt.
Ákæruvaldið krefst refsingar, greiðslu sakarkostnaðar og upptöku efnanna og peninganna sem teljast ávinningur af brotum. Þingfesting málsins fer fram í dómsal A klukkan 10:45 að morgni 28. ágúst. Ef ákærði mætir ekki getur málið verið dæmt að honum fjarstöddum.
Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.
Komment