
Fjölmenni mætti til fundar í safnaðarheimili Kópavogskirkju þar sem stofnuð voru samtökin Æruvernd sem hafa það meginmarkmið að reisa við æru hins löngu látna séra Friðrik Friðriksson.
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur skrifaði sögu séra Friðriks og ýjaði að því að hann hefði áreitt unga drengi kynferðislega. Sjónvarpsmaðurinn áhrifamikli, Egill Helgason, blés í þær glæður í viðtali við Guðmund og málið komst á flug með tilheyrandi bölvun. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma og þvert á flokka að bannfæra prestinn með því að taka niður styttuna af honum. Fram kom á fundi Æruverndar að þessir menn ættu sök á því hvernig farið var með séra Friðrik sem hafi ekkert til saka unnið. 180 manns gengu til liðs við samtökin. Búast má við eftirmálum ...
Komment