1
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

2
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

3
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

4
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

5
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

6
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

7
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

8
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

9
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

10
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Til baka

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

„Fólk sem segir eitthvað annað er annað hvort að ljúga að þér eða bergmála lygar“

Magga Stína
Magga StínaSöngkonan siglir nú með frelsisflotanum í átt að Gaza
Mynd: Facebook

Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson skrifar á Facebook að þátttaka Möggu Stínu í friðarflotanum sem reynir að brjóta hafnbannið við Gaza sýni „raunverulegt hugrekki“. Í færslunni lýsir hann því hversu hættuleg aðgerðinni geti verið og hvetur íslensk stjórnvöld til að standa með henni.

„Það þarf raunverulegt hugrekki til þess að stíga um borð í bát sem ætlar að sigla inn á hernumið svæði,“ skrifar Bragi og bætir við að báturinn „inniheldur almenna borgara sem vilja rjúfa herkví, rjúfa þögn og stöðva þjóðarmorð og hungursneyð.“

Bragi segir að flotinn og skipverjar hafi orðið fyrir árásum: „Bát sem hefur orðið fyrir viðbjóðslegum árásum eins háþróaðasta hers í heimi fyrir það eitt að vilja gefa sveltandi fólki mat. Deyjandi fólki læknisaðstoð.“

Hann lýsir Möggu sem manneskju með „akkúrat þetta hugrekki í bunkum“ og vitnar í orð eiginkonu sinnar: „Beggó segir stundum við börnin okkar að hugrekki sé ekki það að vera aldrei hrædd, heldur að gera eitthvað ÞRÁTT FYRIR AÐ þú sért hrædd. Það er Magga að gera.“

Bragi viðurkennir eigin ótta og segir að hann hafi ekki sjálfur haft tækifæri eða kjark til að stíga um borð: „Það sem ég þorði ekki. Fara um borð í bát sem ekki er vitað hvort komist óskaddaður á áfangastað. Hvers flestir áhafnarmeðlimir verða handteknir, hugsanlega beittir ofbeldi.“

Hann lýsir ástandinu stutt og skýrt: „Ástandið er alls ekki flókið. Það er verið að fremja þjóðarmorð. Svelta og sprengja saklausa borgara.“ Bragi gagnrýnir einnig þá sem tala öðru máli: „Fólk sem segir eitthvað annað er annað hvort að ljúga að þér eða bergmála lygar.“

Í færslunni skorar hann á íslensk stjórnvöld að sýna hugrekki og styðja Möggu Stínu: „Ég vona svo sannarlega að íslensk stjórnvöld finni hugrekkið til þess að standa með henni - þó það geti kostað vandræðaleg augnablik á leiðtogafundum og uppnám alþjóðlegra viðskiptasamninga.“ Hann lýkur með yfirlýstum stuðningi: „Lifi frjáls Palestína.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn
Heimur

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn

„Ég ber að einhverju leyti ábyrgð á þessu“
Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin
Heimur

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Þrjú nýleg dæmi um þjófnað á greiðslukortum
Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Loka auglýsingu