
Bruce Willis leit vel út þegar hann naut sjaldgæfrar útiveru í Los Angeles í gær.
Hollywood-goðsögnin, 70 ára, var jafn svalur og ávallt með sólgleraugu og derhúfu, þar sem hann naut ferska sjávarloftsins. Hann var klæddur í gráan stuttermabol, ljósbrúnar buxur og hvíta strigaskó.
Þrátt fyrir greininguna sem hann fékk árið 2023, hrörnunarsjúkdóminn framheilabilun (FTD), virðist Bruce dafna vel.
Eiginkona hans, Emma Heming Willis, og fyrrverandi eiginkona hans, Demi Moore, voru á sama tíma á austurströndinni í New York þar sem þær heiðruðu Bruce á styrktartónleikum tileinkuðum FTD. Á tónleikunum komu meðal annars fram Keith Richards, Norah Jones og Mavis Staples.
„Bruce hefði elskað þetta,“ sagði Emma í samtali við People. „Hann hefur alltaf elskað lifandi tónlist … Ég er viss um að hann hefði hoppað upp á svið og tekið upp munnhörpuna sína. Ég er bara svo þakklát fyrir að allir þessir frábæru listamenn hafi mætt, þeir eiga allir sérstakt samband við Bruce.“
Þótt Bruce hafi misst talgetuna samkvæmt fjölmiðlum er hann greinilega enn nokkuð sprækur. Emma sagði í viðtali við ABC News að hann væri „í mjög góðu líkamlegu heilbrigði almennt.“

Komment