1
Innlent

Margrét Löf játar ofbeldi gegn foreldrum sínum

2
Menning

Kristmundur Axel missir stjórn

3
Minning

Þorleifur Pálsson er fallinn frá

4
Innlent

Lokað fyrir athugasemdakerfi RÚV eftir hótanir um dráp og geldingar

5
Innlent

Sólveig Anna sendir pillu á Valdimar Leó

6
Fólk

Bubbi hjólar í stórútgerðirnar

7
Innlent

Valur dæmdur fyrir vopnalagabrot á Akranesi

8
Innlent

Séra Sigurður blessar Breiðholtið

9
Heimur

Ný vitni í máli Jill Dando tengja serbneskan leigumorðingja við morðið

10
Pólitík

Kristrún segir samstöðu vanta meðal Norðurlandanna gegn Ísrael

Til baka

Bubbi hjólar í stórútgerðirnar

„Þessi ofsa ríka yfirstétt sér ofsjónum yfir þessu hræðilega óréttlæti og finnst allir kvarta og kveina.“

Bubbi Morthens
Mynd / Hallur Karlsson
Bubbi MorthensBubbi er síður en svo sáttur.

Bubbi Morthens lætur stórútgerðirnar hafa það óþvegið í færslu sem hann birti á Facebook í gær.

Tónlistargoðsögnin Bubbi Morthens er þekktur fyrir að láta í sér heyra annað veifið þegar honum blöskrar eitthvað í samfélaginu og það var einmitt það sem var að gerast.

Bubbi, eins og fjölmargir landsmenn, er afar ósáttur við auglýsingaherferð stórútgerðanna sem birst hafa í sjónvarpinu undanfarið. Segir Bubbi útgerðirnar reyna að „villa um fyrir landsmönnum“ með herferðinni.

„Þau segja Ríkistjórnin hlustar ekki á okkur
Hvenær hlustuðu þau á fólkið í landinu.

Stórútgerðin hefur lagt af stað í herferð til þess að reyna villa um fyrir landsmönnum og leyna þeirri staðreynd að loks hefur sitjandi ríkisstjórn tekið þá ákvörðun að gera hófstillta kröfu um auðlindargjald fyrir kvótann. Hann er þjóðareign sem ákveðinn hópur útvaldra fjölskyldna og fyrirtækja hefur í hendi sér og lítur ískalt á að sé sín eign og hann megi fara með kvótann að vild. Þessi ofsa ríka yfirstétt sér ofsjónum yfir þessu hræðilega óréttlæti og finnst allir kvarta og kveina.“

Segir Bubbi ríkidæmi sægreifanna vera „stjarnfræðilegan“ og að þeir séu komnir með ítök langt út fyrir fiskvinnslu eða skiparekstur.

„Auður þessa fólks er stjarnfræðilegur. Þau hafa notað part af auði sínum til þess að kaupa fyrirtæki með öllu óskyld sjávarútvegi og eru komin með ítök langt út fyrir fiskvinnslu eða rekstur á skipum sínum. Kvótinn er eitt en að væla yfir því að þetta sé skattur á þorp landsins er í besta falli bull. Stórútgerðin hefur ryksugað upp kvótann í þorpi eftir þorp og skilið eftir sviðna jörð og nú eyðir kvótagengið milljónum í sjónvarpsauglýsingar til þess að reyna að telja okkur trú um að það sé verið að setja skatt á landsbyggðina. Kvótalánþegar hafa lagt landsbyggðina undir hramminn sinn lengi lengi en í staðinn fyrir að stíga fram og segja: við borgum með glöðu geði, takk fyrir okkur, þá tryllast þau bakvið tjöldin og fara í stríð. Þessi fyrirtæki, þetta fólk er með slíkan auð í hirslum sínum að engu er til að jafna, en að borga til baka til samfélagsins - nei! Við viljum og ætlum okkur ekki að borga þó svo við getum það léttilega!“

Að lokum kemur Bubbi að því sem hann kallar „staðreynd málsins“, græðgina.

„Og þá komum við að staðreynd málsins: ef við strípum þetta niður í kjarnann, hvað er þá að hjá þessu gengi? Jú, hrein og klár græðgi. Ekkert annað.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


AFP__20250426__43K64GZ__v1__HighRes__VaticanReligionPopeFuneral
Heimur

Mannfjöldi mættur á jarðarför Frans páfa í Vatíkaninu

Virgina
Heimur

Virginia Guiffre svipti sig lífi

Mótmæli
Innlent

Blóðrauðum handaförum skellt á bandaríska sendiráðið

loggan-696x385
Innlent

Fjórir rændu mann í miðbænum, tveir þeirra voru undir lögaldri

AFP__20171214__V63MQ__v1__HighRes__BelgiumIranSwedenProtestHumanRights
Heimur

Svíþjóð hvetur Íran til að leysa tvöfaldan ríkisborgara úr haldi

Akranes 2
Innlent

Valur dæmdur fyrir vopnalagabrot á Akranesi

Heiðar Örn sigurfinnsson
Innlent

Lokað fyrir athugasemdakerfi RÚV eftir hótanir um dráp og geldingar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Pólitík

Kristrún segir samstöðu vanta meðal Norðurlandanna gegn Ísrael