1
Fólk

Selja kristið heimili í Garðabæ

2
Heimur

Dularfullt andlát á Tenerife vekur upp sorg og spurningar

3
Innlent

Dorrit segir Trump hafa rétt fyrir sér

4
Innlent

MAST varar hundaeigendur við

5
Innlent

Reykvíkingur plataði tvo menn illa og græddi vel

6
Pólitík

Segir Guðlaug Þór vera föðurlandssvikara

7
Fólk

Stórfenglegt einbýli með sundlaug til sölu

8
Fólk

Auðunn varpar ljósi á vafasama hegðun fasteignasala

9
Innlent

Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að fremja stórfellt fíkniefnalagabrot

10
Fólk

Miðaldra íslensk hjón villtust inn á „strákahótel“

Til baka

Byggðin brothætt en útgerðin hagnast um milljarða

Ívar Ingimarsson, sem ólst upp á Stöðvarfirði, svarar auglýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Ívar Ingimarsson
Ívar IngimarssonEinn þekktasti Austfirðingurinn eftir atvinnumennsku í knattspyrnu.

Austfirðingurinn Ívar Ingimarsson, fyrrverandi knattspyrnumaður og núverandi fjárfestir í ferðaþjónustu, segir að ekki „fari saman mynd og hljóð“ þegar auglýst er eftir starfsmanni brotthættra byggða í sama sveitarfélagi og fyrirtæki hagnast um allt að 11 milljarða króna á ári.

Þetta bendir hann á vegna auglýsinga frá Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi með yfirskriftinni „Við lifum öll á sjávarútvegi“. Tilefni hennar er frumvarp atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra um að breyta útreikningi veiðigjalds þannig að hann miði við raunverulegt verði á fiski, sem er líklegt til að tvöfalda upphæðina sem útgerðir greiða í veiðigjöld. Í auglýsingunni er ungur maður í Fjarðarbyggð að lýsa bænum sínum, Neskaupstað, og lýsir því síðan yfir: „En hér í þessum bæ þá lifum við öll á sjávarútveginum“. „Veiðigjaldið er skattur á samfélög,“ segir síðan í auglýsingunni sem má finna hér.

„Hér í þessum bæ þá lifum við öll á sjávarútveginum“
Ungur maður í auglýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

„Ég bjó í sjávarþorpi þar sem stórútgerðin lokaði. Þar var frystihús, togari, vélaverkstæði, netaverkstæði, bræðsla, skreiðarvinnsla, kaupfélag, banki, pósthús. Þetta er allt farið og öllu lokað og enn þá í dag er hægt að kaupa stór einbýlishús í þorpinu á 25-30 miljónir,“ segir Ívar.

Hann ólst upp á Stöðvarfirði, þorpi sem er einnig hluti af sveitarfélaginu Fjarðarbyggð, en fór síðar í atvinnumennsku í knattspyrnu, meðal annars með Reading í ensku úrvalsdeildinni. Ívar segist hafa sett inn eftirfarandi athugasemd við auglýsingu útgerðarmanna, en að hún hafi síðar horfið.

„Það er skrítið þegar sjávarútvegsfyrirtæki á Neskaupsstað Fjarðabyggð skilar 11.000 miljón króna hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða á Stöðvarfirði Fjarðabyggð. Það fer ekki saman hljóð og mynd.“

Ívar vísar þar til hagnaðar Síldarvinnslunnar, sem er staðsett í sama sveitarfélagi, Fjarðarbyggð, þó það teygi sig yfir mismunandi byggðir á Austfjörðunum. Síldarvinnslan hagnaðist um 5,7 milljarða króna í fyrra, 9,5 milljarða króna árið 2023 og ríflega 11 milljarða króna 2021.

Stöðvarfjörður
Frá StöðvarfirðiMeð samþjöppun eignarhalds á aflaheimildum og útgerðum hafa störf horfið úr mörgum byggðum, eins og Stöðvarfirði.
Mynd: Shutterstock

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefur, eins og einstaka útgerðir, keypt auglýsingar á Facebook sem beinast gegn frumvarpi stjórnvalda um veiðigjöld og svo einstaklingum í stjórnmálum sem tala fyrir því.

Ívar endurtekur orð sín frá árinu 2020. „Ég ætla ekki að þykjast vita mikið um hagfræði. En ég veit nóg til að vita að það er skrítið þegar innan sama sveitafélags er fyrirtæki í einum hluta þess að skila 11.000 miljón króna árlegum hagnaði, meðan í öðrum hluta er verið að ráða starfsmann fyrir brothætta byggð.

Samfélagsleg ábyrgð missir merkingu sína.

Hagfræðin segir að allt þurfi að vera hagkvæmara og arðbærara ásamt því að vaxa svo við getum haldið áfram að bæta lífsgæði okkar. Nú síðast heyrði ég þetta í fréttum, ef við virkjum ekki meira getum við ekki bætt lífsgæði okkar. Við getum ekki farið í orkuskipti og nýtt öll okkar tækifæri nema að virkja 124% meira en við gerum núna, og í leiðinni gengið á náttúru okkar sem bætir lífsgæði okkar meira en nokkuð annað.

Ég hugsaði með mér, er ekki eitthvað rangt við þetta. Og ég held að það sé eitthvað mikið rangt við þetta og það eru fleirri á þeirri skoðun meðal annars bandaríski hagfræðingurinn Robert Reich sem fer yfir málin í myndinni Inequality for all. Mynd sem ég segi að eigi erindi við alla.

Ef arðurinn af því að virkja meira fer í vasa fárra þá bætast ekki lífsgæði þjóðarinnar sjálfkrafa. Ekkert frekar en þegar litlu sjávarþorpunum var lokað í nafni hagræðingar sem fór meira og minna í vasa örfárra einstaklinga, og situr þar í miljörðum talið.

Spurningin hlýtur að vera hversu mikið má hagræða svo hagræðing verði slæm fyrir meirihlutann? Ef meira og meira af því sem verður til við þessa hagræðingu fer í vasa örfárra, hvernig nýtiast það þá meirihlutanum?

Ekker sérstaklega vel og það er sýnt svo vel í þessari mynd.

Þessi mynd er um Bandaríkin, og sem betur fer erum við ekki þar. En við stefnum óþarflega hratt í þá átt.

Þeir sem eiga miljarðana þetta 1% er að stinga af, og of mikil hagræðing í þágu þeirra er held ég ekkert spes fyrir meirihluta þjóðarinnar.

Of mikill ójöfnuður er ekki góður fyrir neinn.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Horfur á mögnuðum norðurljósum
Ný frétt
Innlent

Horfur á mögnuðum norðurljósum

Fólk ætti að horfa til himins í nótt og annað kvöld.
Tenging Péturs við Kristrúnu
Slúður

Tenging Péturs við Kristrúnu

Fyrrverandi njósnari telur sig vita hvers vegna Trump vilji Grænland
Heimur

Fyrrverandi njósnari telur sig vita hvers vegna Trump vilji Grænland

Þrjár blóðugar hákarlaárásir við strendur Sydney
Myndband
Heimur

Þrjár blóðugar hákarlaárásir við strendur Sydney

Kröftugt snjóflóð flæddi yfir skíðasvæði á hæsta fjalli Evrópu
Myndband
Heimur

Kröftugt snjóflóð flæddi yfir skíðasvæði á hæsta fjalli Evrópu

Dorrit segir Trump hafa rétt fyrir sér
Innlent

Dorrit segir Trump hafa rétt fyrir sér

Auðunn varpar ljósi á vafasama hegðun fasteignasala
Myndir
Fólk

Auðunn varpar ljósi á vafasama hegðun fasteignasala

Segir Guðlaug Þór vera föðurlandssvikara
Myndband
Pólitík

Segir Guðlaug Þór vera föðurlandssvikara

MAST varar hundaeigendur við
Innlent

MAST varar hundaeigendur við

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?
Könnun
Sport

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?

„Afríka breytti mér sem manneskju“
Myndband
Fólk

„Afríka breytti mér sem manneskju“

Segir að tími sé kominn fyrir Evrópu að svara Trump
Heimur

Segir að tími sé kominn fyrir Evrópu að svara Trump

Stórfenglegt einbýli með sundlaug til sölu
Myndir
Fólk

Stórfenglegt einbýli með sundlaug til sölu

Landið

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð
Landið

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð

Matvælastofnun barst nafnlaus ábending
Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð
Landið

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð

Mikið frost á fróni í kortunum
Landið

Mikið frost á fróni í kortunum

Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda
Landið

Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Loka auglýsingu