
Landsréttur hefur mildað flesta dóma í Sólheimajökulsmálinu svokallaða en dómur um málið féll í Héraðsdómi Reykjavík í desember á síðasta ári.
Einn af þeim sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sinn þátt málinu er rapparinn Haukur Ægir Hauksson en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að taka á móti 2,177 kílóum af kókaíni sem hafði verið smyglað til landsins. Landsréttur hefur nú mildað þann dóm talsvert og er hann tvö ár og níu mánuðir nú.
Þá var Haukur ákærður fyrr á árinu fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra en ekki er búið að dæma í því máli.
Haukur Ægir hefur lengi gengið undir nafninu Haukur H og var einn vinsælasti rappari landsins í kringum 2013-14 og var meðal annars í hljómsveitinni Þriðju Hæðinni ásamt fleiri röppurum. Haukur hefur gefið út nokkrar plötur en síðasta útgáfa hans var árið 2021. Rapparinn hefur verið opinn með fíkniefnaneyslu sína og önnur lögbrot en í viðtali við Bíóblaður árið 2020 sagðist hann hafa verið edrú í tæp níu ár og væri orðinn trúaður fjölskyldufaðir.
Komment