
Einn er látinn eftir að eldur kviknaði í íbúð fjölbýlishúss í vesturbæ Reykjavíkur í morgun, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.
Tilkynning um eldinn barst kl. 10.10 í morgun en þrír voru í íbúðinni. Annar þeirra sem fluttir voru á slysadeild, er alvarlega slasaður. Mikill viðbúnaður var á vettvangi, en síðan tók við eldsupptakarannsókn tæknideildar lögreglu.
Í frétt RÚV af málinu var haft eftir vitnum að sprenging hefði heyrst áður en eldurinn braust út.
Lögreglan getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment