
Slökkvilið að störfumAðeins eitt útkall
Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Í tilkynningu frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun er sagt frá störfum þess.
Þar er sagt að undanfarin sólahringur hafi verið rólegur hjá þeim og að sjúkraflutningar hafi verið í heildina 66 og þar af voru 13 á forgangi.
Slökkvibílar fóru í eitt verkefni og var það minni háttar eldur í ruslagám og birti slökkviliðið mynd frá vettvangi.
Slökkviðliðið biður einnig fólk um að fara varlega.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment