
Erlendur karlmaður var dæmdur nýlega í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa verið gripinn með falsað dvalarleyfi.
Hann var ákærður fyrir „brot gegn útlendingalögum, með því að hafa, þriðjudaginn 21. mars 2023, að Hverfisgötu […] í Reykjavík, haft í vörslum sínum grunnfalsað […] dvalarleyfi nr. […] ánafnað ákærða, með gildistíma til 18.12.2025 og grunnfalsað […] kennivottorð nr. […] ánafnað A, en með mynd af ákærða, með gildistíma frá 29.4.2019 til 29.4.2029,“ segir í dómnum. Ekki kemur fram í dómnum hvers lenskur maðurinn er.
Játaði maðurinn brot sitt en hann hafði ekki gerst brotlegur áður hérlendis. Sérstaklega er tekið fram í dómnum að verið sé að rannsaka fleiri sakarefni sem tengjast manninum en þeim rannsóknum sé ólokið.
Maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi en sá dómur er skilorðsbundinn til tveggja ára.
Komment