1
Fólk

Eitt glæsilegasta hús Íslands sett aftur á sölu

2
Landið

Árni setur límband á númeraplötur til að forðast gjaldskyldu

3
Peningar

Nóg til hjá átján tekjuhæstu í Vestmannaeyjum

4
Landið

Guðjón dæmdur fyrir líkamsárás á Akureyri

5
Innlent

Leigubílstjóri í bobba

6
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

7
Minning

Gestur Guðmundsson er fallinn frá

8
Innlent

Selja íbúðir með gervigreindarmyndum

9
Innlent

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð

10
Heimur

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot

Til baka

„Eykur getu Íslands til að axla byrðar innan Atlantshafsbandalagsins“

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins átti fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra á öryggissvæðinu í Keflavík í vinnuheimsókn hennar til landsins.

Kristrún Frostadóttir Ursula van der
Ferðuðust um í þyrluGerðu svo varnarsamning
Mynd: Stjórnarráðið

Ursula von der Leyen átti fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra á öryggissvæðinu í Keflavík.

Kemur fram að í heimsókninni voru öryggismál í víðum skilningi til umræðu, til að mynda almannavarnir og áfallaþol, auk öryggis- og varnarmála á Íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu sem og framlag Íslands til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins.

Kynnti forseti framkvæmdastjórnarinnar sér aðstæður við leit og björgun á hálendi Íslands í boði Landhelgisgæslunnar og þær krefjandi náttúruaðstæður og náttúruvá sem Íslendingar búa við. Fékk hún einnig að sjá frá fyrstu hendi áhrif eldsumbrotanna á Reykjanesskaga og kynnti sér þær miklu áskoranir sem Grindvíkingar og aðrir íbúar á svæðinu hafa þurft að glíma við undanfarin misseri.

Á fundi forsætisráðherra og utanríkisráðherra með Von der Leyen var ákveðið að hefja viðræður um gerð samstarfsyfirlýsingar milli Íslands og ESB um öryggis- og varnarmál með það að markmiði að ljúka þeim á þessu ári.

Segir Kristrún að fyrirhuguð samstarfsyfirlýsing sé mikilvæg í ljósi núverandi stöðu heimsmála, og einnig vegna þeirrar hröðu þróunar sem orðið hefur á öryggis- og varnarstefnu ESB undanfarna mánuði.

Áðurnefnd samstarfsyfirlýsing mun meðal annars fela í sér nánara samráð um öryggis- og varnarmál, upplýsingamiðlun, samstarf um öryggi á hafsvæðum, hugsanlega þátttöku Íslands í alþjóðlegum verkefnum ESB, samstarf um öryggismál á norðurslóðum og hugsanlega möguleika á frekara samstarfi um fjárfestingar í verkefnum sem hafa bæði borgaralegt og hernaðarlegt gildi.

Hefur ESB nú þegar gert átta slíka samninga við helstu samstarfsríki sín, þar á meðal Noreg, Bretland og Kanada.

Segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ákvörðunina vera mikið fagnaðarefni:

„Ísland og ESB eiga nú þegar gott samstarf á flestum þessara sviða en samstarfsyfirlýsingin mun styrkja samstarfið enn frekar og fella það í fastari skorður“ og telur Kristrún að „þessi yfirlýsing mun auka sýnileika samstarfsins og undirstrika að Ísland sé á meðal nánustu samstarfsríkja ESB á sviði öryggis- og varnarmála.“

Hún segir að þetta sé „jafnframt liður í því að auka getu Íslands til að axla byrðar innan Atlantshafsbandalagsins“ og er þess vegna afar „mikilvægur áfangi í að byggja upp okkar eigið áfallaþol.“

Í máli utanríkisráðherra kemur fram að á „fundinum var einnig hrint af stað fyrirhugaðri endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands við ESB“ og „það er vissulega áfangi fyrir okkur að ráðast í þessa endurskoðun því við höfum lengi sótt á um greiðari markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir til ESB með varanlegum hætti í stað tímabundinna tollfrjálsra kvóta eins og nú er samið um með reglulegu millibili“ og þetta er „sannarlega tímabært því engin slík heildstæð endurskoðun hefur farið fram síðan EES-samningurinn tók gildi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.

Kristrún F Ursula

Samhliða var einnig ákveðið að styrkja samráð milli íslenskra stjórnvalda og framkvæmdstjórnar ESB um utanríkisviðskiptamál og auka upplýsingaskipti.

Á fundinum ræddu þær Kristrún og Þorgerður Katrín við forseta framkvæmdastjórnarinnar um möguleikana á auknu samstarfi um málefni hafsins, þar með talið gerð tvíhliða samnings um skipti á veiðiheimildum og segir utanríkisráðherra að með þessu sé verið að tryggja íslenska hagsmuni til lengri og skemmri tíma líkt og með sambærilegum samningum við nágrannaríki Íslands.

Ísland er nú þegar með samninga við Grænland, Noreg og Færeyjar um skipti á fiskveiðiheimildum og „væri samkomulag við ESB mikilvæg viðbót við þessa samninga“ segir Kristrún.

Leiðtogarnir ræddu ýmislegt og til tals kom þátttaka Íslands í áætlun ESB um örugg fjarskipti í gegnum gervihnetti. Gafst á fundinum færi á að draga upp skýra mynd af þeim áskorunum sem Íslendingar búa við hvað varðar öryggi sæstrengja:

„Þetta samstarfsverkefni er ákaflega brýnt fyrir okkur Íslendinga sem eigum allt okkar undir að tryggja öryggi sæstrengja okkar. Ef þeir rofna þá er það nauðsynlegt fyrir virkni þjóðarbúsins að tryggja til frambúðar aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum um gervihnetti á heimsvísu. Þessi áætlun fjölgar samskiptaleiðum okkar við umheiminn og eflir fjarskiptaöryggi,“ segr Kristrún.

Málefni Norðurslóða hafa verið í brennidepli í langan tíma og ásælni Bandaríkjanna og fleiri þjóða var rædd og tilkynnti von der Leyen að hafin yrði endurskoðun á norðurslóðastefnu ESB og lagði hún áherslu á ríkan áhuga sambandsins á að leita eftir samstarfi við Ísland á þeim grundvelli. Einnig ræddu leiðtogarnir loftslagsmál og leiðir til að styrkja samstarf Íslands og ESB á sviði loftslagsmála fyrir tímabilið eftir 2030.

Síðan var haldið í þjóðgarðinn á Þingvöllum undir leiðsögn þjóðgarðsvarðar, og í vinnukvöldverði í Þingvallabænum er á dagskrá stöða alþjóðamála, með sérstaka áherslu á stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs og í Úkraínu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Svekkjandi tap í Frakklandi
Sport

Svekkjandi tap í Frakklandi

Litlu mátti muna að Íslandi næði jafntefli við eitt besta landslið heims
Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

Alþingi sett með pompi og prakt
Myndir
Pólitík

Alþingi sett með pompi og prakt

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum
Innlent

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð
Innlent

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð

Halla vill minna málþóf á Alþingi
Pólitík

Halla vill minna málþóf á Alþingi

Rannsaka dularfullan súludauða á Vopnafirði
Landið

Rannsaka dularfullan súludauða á Vopnafirði

Segir komubann tveggja ráðherra Ísraels í takt við aðgerðir annarra þjóða
Pólitík

Segir komubann tveggja ráðherra Ísraels í takt við aðgerðir annarra þjóða

Árni setur límband á númeraplötur til að forðast gjaldskyldu
Landið

Árni setur límband á númeraplötur til að forðast gjaldskyldu

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot
Heimur

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás
Myndband
Heimur

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás

Guðjón dæmdur fyrir líkamsárás á Akureyri
Landið

Guðjón dæmdur fyrir líkamsárás á Akureyri

Nóg til hjá átján tekjuhæstu í Vestmannaeyjum
Peningar

Nóg til hjá átján tekjuhæstu í Vestmannaeyjum

Innlent

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum
Innlent

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum

Fólkið hafði ekki brotið af sér áður en fékk langan dóm
Svala segir fólk með símana á lofti síðasta haldreipið á Gaza
Innlent

Svala segir fólk með símana á lofti síðasta haldreipið á Gaza

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð
Innlent

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð

Innbrot og þjófnaður í Garðabæ
Innlent

Innbrot og þjófnaður í Garðabæ

Selja íbúðir með gervigreindarmyndum
Innlent

Selja íbúðir með gervigreindarmyndum

Loka auglýsingu