1
Menning

Þögn á Akranesi

2
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

3
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

4
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

5
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

6
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

7
Innlent

Sonur Sævars Þórs eltur

8
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

9
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

10
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Til baka

Ólafur Ágúst Hraundal

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsismál í kreppu

Ólafur Ágúst Hraundal
Ólafur Ágúst Hraundal

Þegar formaður Félags fangavarða, Heiðar Smith, lýsir því opinberlega hversu erfitt starfið er, vaknar spurningin: er hann hæfur í starfið? Áreiti, hótanir og ofbeldi sem ekki á að líðast, er eitthvað sem starfsmenn mega búast við, miðað við hvert starfið er. Ef menn ráða ekki við það, þá eru þeir í röngu starfi. 

Úrelt kerfi sem keyrir í hringi

Stærsta vandamálið er þó ekki starfsfólkið heldur kerfið sjálft. Íslensk fangelsi eru fjársvelt og rekin sem geymslur í stað endurhæfingar að betrun. Ríkisendurskoðun, Umboðsmaður Alþingis og eftirlitsaðilar hafa árum saman bent á sama vandann: plássleysi, vanfjármögnun, úrelt húsnæði og skortur á meðferðaráætlunum.

Nýlega stigu forstöðumenn fangelsa, Fangavarðafélagsins Afstöðu og öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar fram með sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir lausnum. Þar var sagt:

„Ástand fullnustu kerfisins einkennist af langvarandi vanfjármögnun, ófullnægjandi innviðum og aukinni öryggisáhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki.“

Skortur á meðferð og úrræðum

Undirritaður, hefur verið iðinn við að benda á hina og þessa vankanta: skort á meðferðaráætlun og uppbyggilegum úrræðum auk mannlegri nálgun sem og þóknun til fanga. Að það sé stefna fangelsiskerfisins að halda föngum í myrkrinu, stað þess að þeir fái raunveruleg tækifæri til að byggja sig upp, er sorglegt.  

Afstaða félag fanga og aðstandenda, hefur lítið sem ekkert gefið orðum mínum byr. Formaður Afstöðu sem á að standa með föngum virðist oft fremur upptekinn af populisma í eigin þágu.

Stöðnun í stað betrunar

Það er algjört takt­leysi að fangar í lokuðum fangelsum fái ekki aðgang að tölvum, að þeir séu ekki með tölvur frá opnun til innilokunar. Í dag er nánast allt nám rafrænt. Að svipta fanga tölvu er klárt mannréttindabrot, þeir eru sviptir þeim möguleika að mennta sig. Án náms er nánast ógerningur að byggja upp framtíð. “Nám er máttur”, sá sem vill gera betur á að fá hvata til þess, ekki endalausar hindranir.

Fangelsi eða hernaður?

Hvernig má það vera að fangelsiskerfið sé fjársvelt, á meðan stórar fjárhæðir flæða í stríðsrekstur? Þessi forgangsröðun vekur upp spurningu, hver græðir hvað, hvað græðir Íslenskt samfélag á öllu þessu hernaðarbrölti, væri ekki skynsamlegra að ráðstafa hluta þess fjármagns í uppbyggingu fangelsiskerfisins, í fyrirbyggjandi úrræði sem draga úr endurkomu?

Umbætur sem skila árangri

Það vantar heildstæða stefnu sem vinnur að batamiðuðum umbætum:

  • Þrepaskipt umbunarkerfi sem tengir ábyrgð og virkni við aukin réttindi, leyfi og reynslulausn.
  • Meðferðaráætlanir með mælanlegum markmiðum fyrir hvern einn fanga.
  • Aukin notkun rafræns eftirlits sem sparar hundruð milljóna og minnkar þrýsting á fangelsin.
  • Atvinnuþátttaka fanga utan fangelsa til að byggja upp sjálfstraust og færni.
  • Aðgang að tölvu og fjölbreyttu námi sem er grundvöllur að endurhæfingu og betrun.

Þessar breytingar kosta fyrirhöfn og metnað og eru ódýrari ef horft er til framtíðar, þær væru árangursríkari, en að viðhalda ómannúðlegu og kostnaðarsömu geymslukerfi sem skilar samfélaginu verri einstaklingum.

Kerfið þarf endurskoðun

Það er kominn tími til að endurskoða fangelsiskerfið frá grunni. Að halda áfram með sama gamla kerfið og hlusta á forystumenn kvarta yfir því hvað ástand fangelsa er slæmt, er ekki bara ömurlegt það er grafalvarlegt. Með raunverulegum umbótum getur fangelsiskerfið orðið að því sem það á að vera: endurhæfingarstöð sem skilar samfélaginu betri einstaklingum.

Fangelsi eiga ekki að vera geymslur og áfalla gryfjur. Þau eiga að vera endurhæfingarstöðvar sem skila einstaklingum betri en þegar þeir hófu afplánun. Þegar kerfið skilar föngum verri, segir það okkur allt sem segja þarf, kerfið er gallsúrt og ónýtt. Við sem samfélag eigum að gera betur. 

Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá kemur að því að fanginn losnar og verður nágranni þinn. 

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast
Heimur

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast

Óvenjuleg skotmörk í baráttu rússneskra stjórnvalda gegn LGBTQ+
Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga
Myndband
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt
Heimur

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur
Skoðun

Theódóra Björk Guðjónsdóttir

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur

Fangelsismál í kreppu
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsismál í kreppu

Stöðvið blóðmerahald á Íslandi
Skoðun

Stöðvið blóðmerahald á Íslandi

Frelsið er yndislegt - Að vera þingmaður 12. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Frelsið er yndislegt - Að vera þingmaður 12. kafli

Íþróttaskólinn NÚ – framsýn nálgun á nám og íþróttir
Skoðun

Helgi Rafn Guðmundsson

Íþróttaskólinn NÚ – framsýn nálgun á nám og íþróttir

Loka auglýsingu