
Í dagbók lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um eld í ofni í bakaríi. Slökkviliðið slökkti og reykræsti og er málið í rannsókn hjá lögreglu.
Maður var handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt var um mann að valda ónæði við fjölbýlishús. Hann reyndist hafa fíkniefni í sínum fórum og brá á það ráð að standa í hótunum við lögreglumenn. Hann var vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt var um mann úti á miðri götu í miðborginni að trufla umferð. Hann hljóp á brott er lögreglumenn komu á vettvang en fannst skömmu síðar. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa enda ekki í neinu ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni.

Komment