
Fimm gistu fangaklefa lögreglu í nótt39 mál voru skráð hjá lögreglu.
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er greint frá því að óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun vegna manns sem var til vandræða. Maðurinn var í annarlegu ástandi sökum ölvunar og var honum vísað á brott.
Manni í annarlegu ástandi sökum ölvunar vísað út af hóteli í miðbænum eftir að hafa verið til vandræða þar innandyra
Fjórir erlendir aðilar handteknir í Breiðholti vegna ólöglegrar dvalar hér á landi. allir voru vistaðir í fangaklefa.
Ökumaður undir áhrifum áfengis og fíkniefna stöðvaður í Breiðholti.
Aðili handtekinn í Kópavogi vegna líkamsárásar og var hann vistaður í fangaklefa.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment