
HofsósFjórir ungir menn eru á gjörgæslu eftir bílslys
Mynd: Visit North Iceland
Fjórir ungir menn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Siglufjarðarvegi við Grafará, suður af Hofsósi, eru nú allir á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfesti Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra við RÚV.
Slysið varð um hálfníuleytið í gærkvöld, þegar bíllinn sem þeir voru í fór útaf veginum. Einn var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar og hinir þrír með sjúkraflugi.
Piltarnir voru á leið í samkvæmi á Hofsósi ásamt öðrum ungmennum þegar slysið átti sér stað. Um 30 ungmenni voru á vettvangi og fengu þau áfallahjálp frá björgunarsveitum og Rauða krossinum.
Komment