Fedex-flutningabíll bakkaði á hús á Vesturgötunni í miðborg Reykjavíkur rétt í þessu.
Rúða í hönnunarversluninni Kirsuberjatréð á Vesturgötu 4, brotnaði þegar flutningabíll frá Fedex bakkaði á húsið. Engin meiðsl urðu á fólki svo vitað sé. Hávær dynkur heyrðist í nágrenninu þegar óhappið varð.
Stuttu síðar mætti lögreglan á svæðið og skráði niður.
Mynd: Brynhildur Jensdóttir
Mynd: Brynhildur Jensdóttir
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment