
Romualdas Jonaitis hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot.
Hann var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og brot á lögum lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum og tollalögum, með því að hafa föstudaginn 18. júlí 2025 staðið að innflutningi á samtals 784 töflum af oxycontin 80 mg , 50 ml Susta-med, 98 ml Cyta-med og 51 ml Enanta-Med ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin og sterana flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi frá Vilnius, Litháen, til Keflavíkurflugvallar, falin annars vegar í ferðatösku ákærða og hins vegar innan klæða.
Jonaitis játaði brot sitt og var dæmdur í 13 mánaða óskilorðsbundið fangelsi.
Þá þarf hann að greiða verjanda sínum rúma milljón króna.
Komment