
Einn gisti fangageymslu lögreglu í nóttMyndin tengist fréttinni ekki beint
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að einn maður í Breiðholti hafi verið fluttur á bráðamóttöku vegna veikinda og er málið tengt við tilkynningu um skemmdarverk sem lögreglan fékk. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það.
Einn einstaklingur datt af rafhlaupahjóli í miðbænum en viðkomandi reyndist ómeiddur. Þá var einnig tilkynnt um skemmdarverk í miðbænum en þá hafði einhver brotið rúðu. Ekki liggur fyrir hver gerandinn er.
Ökumaður í Árbænum var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og annar ökumaður var stöðvaður í Breiðholti grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment