1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

3
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

4
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

5
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

6
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

7
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

8
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

9
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

10
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Til baka

Fór með rusl til fréttastofu RÚV

„Hægt að skuttla inní andyrið eða skilja eftir fyrir utan. Það kemst til skila. Grófari úrgangur fer ennþá uppá Morgunblað,“ segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira.

biggi veira Birgir Þórarinsson
Birgir ÞórarinssonBetur þekktur sem Biggi Veira.

„Nennirðu kannski að skutla þessu niður á fréttastofu. Þau eru að bíða eftir þessu. Þetta er óflokkað rusl,“ segir Biggi Veira við starfsmann í móttöku Ríkisútvarpsins, þar sem hann afhendir ruslapoka.

Biggi, eða Birgir Þórarinsson, er þekktur sem tónlistarmaður úr hljómsveitinni GusGus, en hann er einnig varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir í Facebookfærslu við myndbandið að um sé að ræða heimilissorpið hans.

„Hægt að skuttla inní andyrið eða skilja eftir fyrir utan. Það kemst til skila. Grófari úrgangur fer ennþá uppá Morgunblað,“ segir hann.

Um er að ræða mótmæli vegna umfjöllunar RÚV um ástarmál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem sagði af sér embætti barna- og menntamálaráðherra eftir tilkynningu og yfirvofandi umfjöllun um að hún hefði átt í ástarsambandi við 16 ára pilt þegar hún var 23 ára og eignast með honum barn fyrir 35 árum.

Logi Einarsson, ráðherra menningar- og fjölmiðlamála, segir í samtali við mbl.is að athæfið sé óboðlegt. „Mér finnst þetta ekki boðlegt hátt­ar­lag,“ segir hann. „Fjöl­miðlar leika mik­il­vægt lýðræðis­hlut­verk og aðhalds­hlut­verk í sam­fé­lag­inu og við verðum að trúa að þeir vinni á hlut­læg­an hátt og það er ekki sæm­andi að stjórn­mála­fólk sé að ham­ast á þeim,“ bætir hann við.

Ekki hægt að taka fréttir RÚV alvarlega

Mannlíf hafði samband við Birgi til að spyrja hann nánar út í málið.

„Mér fannst ömurlegheitin, lágkúran, ófagmennskan og sjálfsréttlægingin samfara fréttaflutningi um Ásthildi Lóu yfirgengileg og langt fyrir neðan þá virðingu sem þessi stofnun ætti að hafa. Sjáfsréttlætinginn þeirra, í eigin umræðuuppstiltu Silfri var sérstaklega ógeðfelld. Svona fréttamiðil er ekki hægt að taka alvarlega. Léleg slúðufréttamennska á ekki að líðast á þesssari mikilvægu stofnun og eftirleikurinn er alvarlegur áfellisdómur á stjórn og stefnu Rúv,“ sagði tónlistarmaðurinn í skriflegu svari til Mannlífs.

Er þessi afstaða þín gagnvart RÚV ný eða hefur hún tekið breytingum undanfarið?

„Mér þykir mjög vænt um Ríkisútvarpið. Víðsjá og Lestin eru stórkostlegir þættir í Íslensku útvarpi og svo hefur Doddi á Rás 2 alltaf getað fært birtu í dimma daga. Ég hlusta næstum alltaf á morgunútvarp Rásar 2 og finnst gott að komast á dýpi helstu mála þar. Stofnunin hefur alvarlega mikilvægt hlutverk í Íslenskri menningu og er því sorglegt að sjá hversu fréttaflutningur sjónvarpsins er oft lélegur, hlutdrægur og finnst mér hann hafa versnað með nýja útvarpsstjóranum. Spegillinn á Rás 1 er samt oft frábær.“

Hvaða viðbrögðum vonastu eftir frá RÚV?

„Afgreiðsludaman brosti bara og sagðist koma þessu til skila, og ég býst því fastlega við afsögnum í allri yfirmannakeðjunni sem tengist þessu máli, alveg uppí útvarpssjórann sjálfann,“ sagði Birgir að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

Hópur manna voru með ólæti inni á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur
Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins
Heimur

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega og Guðlaugur Þór í viðtali við morgunútvarp Rásar 2.“
Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds
Pólitík

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds

Loka auglýsingu