1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

5
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

6
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

7
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

8
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

9
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

10
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Til baka

Fór með rusl til fréttastofu RÚV

„Hægt að skuttla inní andyrið eða skilja eftir fyrir utan. Það kemst til skila. Grófari úrgangur fer ennþá uppá Morgunblað,“ segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira.

biggi veira Birgir Þórarinsson
Birgir ÞórarinssonBetur þekktur sem Biggi Veira.

„Nennirðu kannski að skutla þessu niður á fréttastofu. Þau eru að bíða eftir þessu. Þetta er óflokkað rusl,“ segir Biggi Veira við starfsmann í móttöku Ríkisútvarpsins, þar sem hann afhendir ruslapoka.

Biggi, eða Birgir Þórarinsson, er þekktur sem tónlistarmaður úr hljómsveitinni GusGus, en hann er einnig varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir í Facebookfærslu við myndbandið að um sé að ræða heimilissorpið hans.

„Hægt að skuttla inní andyrið eða skilja eftir fyrir utan. Það kemst til skila. Grófari úrgangur fer ennþá uppá Morgunblað,“ segir hann.

Um er að ræða mótmæli vegna umfjöllunar RÚV um ástarmál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem sagði af sér embætti barna- og menntamálaráðherra eftir tilkynningu og yfirvofandi umfjöllun um að hún hefði átt í ástarsambandi við 16 ára pilt þegar hún var 23 ára og eignast með honum barn fyrir 35 árum.

Logi Einarsson, ráðherra menningar- og fjölmiðlamála, segir í samtali við mbl.is að athæfið sé óboðlegt. „Mér finnst þetta ekki boðlegt hátt­ar­lag,“ segir hann. „Fjöl­miðlar leika mik­il­vægt lýðræðis­hlut­verk og aðhalds­hlut­verk í sam­fé­lag­inu og við verðum að trúa að þeir vinni á hlut­læg­an hátt og það er ekki sæm­andi að stjórn­mála­fólk sé að ham­ast á þeim,“ bætir hann við.

Ekki hægt að taka fréttir RÚV alvarlega

Mannlíf hafði samband við Birgi til að spyrja hann nánar út í málið.

„Mér fannst ömurlegheitin, lágkúran, ófagmennskan og sjálfsréttlægingin samfara fréttaflutningi um Ásthildi Lóu yfirgengileg og langt fyrir neðan þá virðingu sem þessi stofnun ætti að hafa. Sjáfsréttlætinginn þeirra, í eigin umræðuuppstiltu Silfri var sérstaklega ógeðfelld. Svona fréttamiðil er ekki hægt að taka alvarlega. Léleg slúðufréttamennska á ekki að líðast á þesssari mikilvægu stofnun og eftirleikurinn er alvarlegur áfellisdómur á stjórn og stefnu Rúv,“ sagði tónlistarmaðurinn í skriflegu svari til Mannlífs.

Er þessi afstaða þín gagnvart RÚV ný eða hefur hún tekið breytingum undanfarið?

„Mér þykir mjög vænt um Ríkisútvarpið. Víðsjá og Lestin eru stórkostlegir þættir í Íslensku útvarpi og svo hefur Doddi á Rás 2 alltaf getað fært birtu í dimma daga. Ég hlusta næstum alltaf á morgunútvarp Rásar 2 og finnst gott að komast á dýpi helstu mála þar. Stofnunin hefur alvarlega mikilvægt hlutverk í Íslenskri menningu og er því sorglegt að sjá hversu fréttaflutningur sjónvarpsins er oft lélegur, hlutdrægur og finnst mér hann hafa versnað með nýja útvarpsstjóranum. Spegillinn á Rás 1 er samt oft frábær.“

Hvaða viðbrögðum vonastu eftir frá RÚV?

„Afgreiðsludaman brosti bara og sagðist koma þessu til skila, og ég býst því fastlega við afsögnum í allri yfirmannakeðjunni sem tengist þessu máli, alveg uppí útvarpssjórann sjálfann,“ sagði Birgir að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sarah sjúkrahús
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi rannsaka hjúkrunarfræðing vegna kláms

Bubbi
Fólk

Bubbi leggur línurnar fyrir fullkominn dag

Jón Óttar Ólafsson
Nærmynd
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

AFP__20250326__2207021450__v1__HighRes__UnitedNationsSecurityCouncilMeetsOnWarInUkra
Heimur

Danmörk og Noregur lýsa yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins á Gaza

Ólafur Ágúst Hraundal
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsiskerfið er sprungið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Pólitík

Þorgerður Katrín segir Rússa helstu ógnina

refaveira
Landið

Hundasogslús líklega greind í íslenskum refi í fyrsta sinn

EldsvoðiIndland
Heimur

15 látnir eftir eldsvoða á hóteli