1
Heimur

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins

2
Menning

Salka Sól er úr gulli gerð

3
Minning

Stefán G. Jónsson er látinn

4
Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna

5
Fólk

Höllin á Sjafnargötu sett á sölu

6
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

7
Innlent

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd

8
Heimur

Rússar hvetja Bandaríkjamenn til þess að verja tjáningarfrelsið

9
Heimur

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn

10
Innlent

Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar

Til baka

Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson

Frelsið er yndislegt - Að vera þingmaður 12. kafli

Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Frelsi. Jafnrétti. Bræðralag.

Á sama tíma og fólk barðist fyrir frelsi frá konungsveldinu með þessum orðum um frelsi, jafnrétti og bræðralag - þá varð líka til hugtakið um að byltingin étur börnin sín. Ég segi þetta án vísindalegra heimilda því þetta er nægilega nákvæmt til þess að lýsa því undarlega fyrirbæri sem kallast pólitík og völd.

Konungsveldið var stigskipt valdasamfélag geðþótta og gerræðis sem þvingaði þegna sína í tilgangslaus stríð. Því stjórnarfyrirkomulagi var sem betur fer komið fyrir kattarnef fyrir löngu síðan … (kaldhæðnisleg þögn).

Byltingin étur börnin sín er frasi sem er tileinkaður því sem gerist eftir að byltingar henda gömlu valdaklíkunni burt - þegar kemur að því að velja næstu valdhafa. Á meðan allir eru rosalega æstir í að losna við það gamla, þá er enginn að pæla í því hvað gerist ef það heppnast. Þannig að þegar byltingin nær markmiðum sínum þá fyrst hefst bardaginn um hver fær völdin næst. Og það vill einmitt svo til að allir sem keppast um auðu valdastólana eru svakalega góðir í því að koma fólki frá völdum. 

Útúrdúr

En þessar vangaveltur um valdið eru útúrdúr. Tilgangurinn er að sýna að á meðan fólk berst fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi þá nær það bara eins langt og hægt er áður en að það þarf að velja einhvern til þess að ráða. Þá hverfur þetta blessaða frelsi og allt það.

Frelsi í svörtu letri á hvítum bakgrunni

Ég hef ekki skipt mér mikið af umræðunni um morðið á Charlie Kirk. En í vikunni kom fram að í boði yrðu hvítir bolir með áletrunni “Frelsi” á einhverjum fundi hjá ungum sjálfstæðismönnum. Ekki bara af því að Sjálfstæðismönnum finnst þetta orð svo merkilegt heldur vegna þess að þetta var bolurinn sem Kirk var í þegar hann var myrtur (með enska orðinu augljóslega). 

Mér fannst þetta áhugavert, sérstaklega miðað við þá pólitík sem Charlie Kirk boðaði sjálfur. Upphátt sagðist hann vilja opna umræðu, talaði fyrir tjáningarfrelsi og hvaðeina. En þegar maður skoðar tilvitnanir í það sem hann sagði hversdagslega - þá virðist hljóð og mynd ekki fara alveg saman.

Mig langar að spyrja hvernig eftirfarandi tilvitnanir tengjast frelsi.

“If I see a Black pilot, I’m going to be like, boy, I hope he’s qualified.” – The Charlie Kirk Show, 23 January 2024

“Reject feminism. Submit to your husband, Taylor. You’re not in charge.” – Discussing news of Taylor Swift and Travis Kelce’s engagement on The Charlie Kirk Show, 26 August 2025

“The answer is yes, the baby would be delivered.” – Responding to a question about whether he would support his 10-year-old daughter aborting a pregnancy conceived because of rape on the debate show Surrounded, published on 8 September 2024

“We need to have a Nuremberg-style trial for every gender-affirming clinic doctor. We need it immediately.” – The Charlie Kirk Show, 1 April 2024

“They were actually better in the 1940s. It was bad. It was evil. But what happened? Something changed. They committed less crimes.” - Jubilee’s Surrounded.

“Democrat women want to die alone without children” - X

“Telling how so many pastors were mad that George Floyd overdosed but don’t care a white woman was brutally murdered by a 14 count repeat offender.” - X

“Thou shall lay with another man, shall be stoned to death. Just saying... The chapter...affirms God’s perfect law when it comes to sexual matter.” - Ms. Rachel’s pride month

Merktur frelsi hvetur hann til þess að guðhrætt fólk grýti samkynhneigða til dauða, lýgur um dánarorsök George Floyd, gerir pólitískum andstæðingum upp skoðanir, fagnar ofbeldinu frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, kallar eftir Nurnberg réttarhöldum yfir læknum, … 

Ævintýrin sem kenndu okkur á lífið

Í gegnum söguna höfum við upplifað alls konar lýðskrum. Fólk sem segist vera vel meinandi, samfélagslega þenkjandi, frelsiselskandi dýrlingar - en þegar það kemst til valda þá kveður allt í einu við annan tón. Svona eins og ævintýrið um úlfinn og kiðlingana sjö. Úlfinn í sauðargærunni. 

Það er bara einföld staðreynd að það er mjög erfitt að koma auga á úlfinn fyrr en hann hefur afhjúpað sig. Þegar það er orðið of seint. Það sem virðist vera merkilegra er að meira að segja þá eru margir sem fatta ekki að það er úlfur meðal þeirra. 

En það eru önnur ævintýri sem kenna okkur hvers vegna. Strákurinn sem æpti úlfur þangað til enginn trúði honum er líklega það frægasta. Nýju fötin keisarans eru líka saga sem segir okkur hvernig enginn þorir að andmæla valdinu. Enginn nema barnið sem kann ekki á meðvirkni samfélagsins.

Meðvirkni með ofbeldi

Mig langar svakalega mikið til þess að skilja hvernig Charlie Kirk var talsmaður frelsis og hvers vegna í ósköpunum einhver ungmennahreyfing stjórnmálafólks á Íslandi hefur nokkurn áhuga á því að taka efnislega undir það sem Kirk stóð fyrir með orðum sínum. Ekki þeim glansorðum sem hann klæddi sig með, heldur þeim orðum sem hann lét falla um annað fólk. Samkynhneigða, þolendur kynferðisafbrota, konur, … orð sem ég skil ekki hvernig geta passað við hugtakið frelsi á nokkurn hátt.

Ég er til í umræðuna. Það má endilega einhver reyna að útskýra fyrir mér hvernig þetta fer saman. Þessi ummæli sem ég tók saman hér fyrir ofan - vinsamlegast rökstyðið fyrir mig hvernig nokkur sem hefur þessar skoðanir getur talist málsvari frelsis.

Það sem þarf ekki að segja

Það á ekki að þurfa að taka það fram, en staðan er bara þannig í dag að fólki eru gerðar upp skoðanir ef þeim er ekki neitað fyrirfram. Nei, enginn á skilið að vera myrtur eða þola ofbeldi. Hversu fáránlegar skoðanir sem viðkomandi hefur. Það á enginn að þurfa að fordæma ofbeldi - það á að vera sjálfgefið nema ef fólk lætur frá sér orð sem gefa vísbendingu um það. Dæmi:

“Thou shall lay with another man, shall be stoned to death. Just saying... The chapter...affirms God’s perfect law when it comes to sexual matter.”

Just saying…

Björn Leví Gunnarsson - Nörd

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið
Sport

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn
Heimur

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd
Innlent

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd

Stefán G. Jónsson er látinn
Minning

Stefán G. Jónsson er látinn

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins
Myndband
Heimur

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar
Innlent

Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar

Rússar hvetja Bandaríkjamenn til þess að verja tjáningarfrelsið
Heimur

Rússar hvetja Bandaríkjamenn til þess að verja tjáningarfrelsið

Höllin á Sjafnargötu sett á sölu
Myndir
Fólk

Höllin á Sjafnargötu sett á sölu

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna
Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna

Salka Sól er úr gulli gerð
Menning

Salka Sól er úr gulli gerð

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Skoðun

Frelsið er yndislegt - Að vera þingmaður 12. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Frelsið er yndislegt - Að vera þingmaður 12. kafli

Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli

Íþróttaskólinn NÚ – framsýn nálgun á nám og íþróttir
Skoðun

Helgi Rafn Guðmundsson

Íþróttaskólinn NÚ – framsýn nálgun á nám og íþróttir

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur
Skoðun

Theódóra Björk Guðjónsdóttir

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér

Loka auglýsingu