
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að ökumaður hafi verið handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Tilkynnt var um aðila sem hafði skallað annan í miðbænum. Aðilinn var handtekinn og farið með á lögreglustöð til að reyna að vinna úr málinu. Hins vegar gekk það mjög illa sökum dónaskapar og mjög mikillar ölvunar. Rætt verður betur við hann eftir að hann er búinn að sofa úr sér í fangaklefa.
Lögreglan fékk einnig tilkynningu um innbrot í heimahús og í fyrirtæki en ekki er sagt nánar frá þeim málum.
Tilkynnt var um minni háttar umferðóhapp, ekki urðu nein slys á fólki. Kom hins vegar í ljós að ökumaðurinn var án réttinda og má búast við sekt vegna þess.
Það var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir að sögn lögreglu og fann lögregla par stuttu frá sem voru í annarlegu ástandi. Eftir samtal við lögreglu gengu þau til síns heima.
Komment