Emil Ásmundsson og Guðrún Karítas Sigurðardóttir hafa ákveðið að selja eign sína á Sogavegi en þau hafa bæði leikið með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu.
Emil lék á sínum tíma 25 leiki en Guðrún 16 stykki fyrir hönd Íslands. Þá lék Emil með Fylki, KR og Brighton & Hove Albion á ferlinum en Guðrún með Fylki, Val, Stjörnunni, ÍA og KR.
Þau eru að selja rúmgóða og fallega þriggja herberja íbúð á 1. hæð með stæði í bílageymslu við Sogaveg 73 í Reykjavík. Húsið er nýlegt og í grónu og fallegu hverfi. Stutt er í alla helstu þjónustu og er eignn mjög miðsvæðis í borginni.
Emil og Guðrún vilja fá 95.900.000 fyrir íbúðina.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment