
Kristinn Hrafnsson gagnrýnir metnaðarleysi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í nýrri Facebook-færslu.
Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann talar um illsku Ísraelsstjórnar, sem nú hefur tekið niður grímuna og viðurkennt þjóðernishreinsunaráætlun sína gagnvart Gaza-búum.
Í færslunni segir Kristinn að Evrópa horfi „aðgerðarlaus og „lúpuleg á þjóðarmorð Ísraela og kallar Bandaríkin leppríki Ísraels. Að lokum segir hann metnað ríkisstjórnar Íslands helst vera þá að vera ekki „allra mesti auminginn.“ Hér má lesa færsluna:
„Stjórnarherrar í Ísrael hafa opinberað formlega hina endanlegu lausn fyrir Gaza í anda nasistabræðra sinna á Wannsee ráðstefnunni í jaðri Berlínar í janúar 1942.
Þjóðarmorð - þjóðernishreinsun.
Þetta viðgengst því Evrópa horfir á, aðgerðalaus, lúpuleg og þögul auk þess að valdamesta herveldi heims styður og hvetur Ísrael áfram.
Að mörgu leyti eru Bandaríkin leppríki
Ísraels - skottið sem dillar hundinum.
Ísrael undir stjórn morðóðra zíonista er hættulegasta ríki heims.
Eini metnaður íslensku ríkisstjórnarinnar virðist sá að vera ekki allra mesti auminginn.“
Komment