1
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

2
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

3
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

4
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

5
Heimur

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

6
Landið

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi

7
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

8
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

9
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

10
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Til baka

Katrín Harðardóttir

Glimmerjátningar

Sól og Katrín
Sól og Katrín
Mynd: Alda Lóa

Mæður gegn morðum

Á næstu vikum og fram eftir hausti birtast á síðunni Mæður gegn Morðum hugleiðingar 100 kvenna og kvár af mennskunni einsog hún snertir þau á ólíka vegu og sögur af reynslunni sem safnast upp í baráttunni fyrir frjálsri Palestínu.

„Mér rann ekki blóðið til skyldunnar sem aðgerðasinni fyrr en móðir með átta börn var rekin úr landi í fyrrahaust. Ég spyr mig oft að því hvað í fjandanum ég hafi verið að gera fyrir þann tíma, áður en augu mín opnuðust fyrir því skýlausa óréttlæti sem yfirvöld beita umkomulaust fólk. Fólk sem vill ekkert annað en að ala önn fyrir börnum sínum í friði og spekt. Hvernig er eiginlega hægt að vera í valdastöðu og horfa upp á svona hluti gerast trekk í trekk? Ég trúi ekki öðru en að fólk úti í bæ spyrji sig að þessu á hverjum degi en þess vegna er líka frekar erfitt að ná utan um þá staðreynd að við erum ekki öll alltaf að mótmæla, sniðganga, hringja í ráðafólk og ganga á það út á götu með krefjandi spurningar, jafnvel stöðvandi flugvélar. Af hverju erum við ekki öll alltaf í beinum aðgerðum til að vekja máls á og mótmæla óréttlæti heimsins?

Að því sögðu held ég að ég geti með nokkurri vissu sagt að tvö svör séu við því af hverju ég sáldraði glimmeri yfir þáverandi utanríkisráðherra, þarna í fyrrahaust. Eitt stutt, og annað langt og nokkuð ítarlegt svar, sem gæti jafnvel varpað ljósi á það fyrra. Stutta svarið er að það þurfti að vekja athygli bæði hans og almennings á samsekt Íslands með þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og krefjast þess að ríkisstjórnin ryfi öll tengsl við glæpamennina. 

Langa svarið krefst þess að fara aftur um nokkra áratugi, þegar mamma tók þátt í að umbylta íslenskum stjórnmálum ásamt fleiri kempum, í Kvennaframboðinu. Það má nefnilega segja að baráttan sé mér í blóð borin, mér er sjálfsagt að mótmæla augljósu óréttlæti þegar það ber fyrir augu, og þegar glimmerið sáldraðist á jakkafötin valdamiklu höfðu heilir tveir mánuðir liðið af linnulausu ofbeldi, í beinni á mjög aðgengilegum miðlum fyrir augum heimsins. Undir fundarborðinu á Hótel Vík við Hallærisplan, þar sem yfirleitt var best að vera, síaðist inn í lítil eyru óþol gagnvart hvers kyns ofbeldi og sér í lagi allskonar stríðskýringum. Þegar stóru kallar heimsins, sem geta auðvitað verið allskonar en þekkjast samt best á jakkafötunum, bera fyrir sig að málið sé flókið, að gæta þurfi hlutleysis, þýðir það yfirleitt að skoða þarf hvaða valdatöfl eru á bak við stóru orðin. Hvað er svona flókið við það þegar jakkaföt sprengja bleyjur í tætlur? Þegar hvítur ræðst á svartan, dag eftir dag? Þá er þetta hlutleysi orðið að helberri merkingarleysu, í skásta falli skálkaskjól fyrir afstöðuleysi, þegar valdahlutföllin eru svo ójöfn að hægt er að bera þau saman við stjórnsaman, fílefldan karlmann að lumbra á beinaberri, hungurmorða móður. Þökk sé Kvennaframboðinu er síðastnefnda óréttlætið nú flestu fólki augljóst.

En það var fleira sem olli því að glimmerið þyrlaðist úr mínum hættulegu höndum. Ef eitthvað er manneskju hollt sem elst upp í einsleitu og fámennu skuði, þá er það að fara eins langt í burtu og mögulegt er, og helst eins lengi og mögulegt er. Suður-Ameríka veitti mér sýn á og samhengi yfir margbreytileika mannlegrar reisnar og skilning á ólíkum menningarkimum, hvernig samhliða baráttur eflast í andófi og hverju það getur komið til leiðar. Ég efast ekki um að kynnin af álfunni hafi kennt henni oföldu, vestrænu mér að forgangsraða upp á nýtt, auk þess að efla hjá mér óttaleysi gagnvart því ókunna. Því ég er ekki frá því að það sé óttinn sem hamlar fólki frá því að stunda andóf, ótti við afkomubrest og almenningsálit, ótti við að fara út fyrir þægindarammann. En þegar þögnin verður ærandi undir yfirstandandi þjóðarmorði blikna allar hugsanlegar afleiðingar þess að láta í sér heyra, markmiðið verður óttanum yfirsterkari og það sem skiptir máli kemur betur í ljós.

Það er þetta með forgangsröðunina. Ég er ekki frá því að móðurmissir á unglingsaldri hafi einnig átt sitt í að móta þetta viðhorf mitt til lífs og andófs. Óréttlæti heimsins er jú allskonar. En þegar manns eigins stjórnvöld taka þátt í því á beinan hátt, til að mynda með því að taka ekki á móti þolendum þjóðarmorðs, þá verður maður reið. Hvar er átta barna móðirin núna? Hvar eru öll búsáhöldin og baráttuandinn? Er einstaklingseðlið samkenndinni yfirsterkari? Af hverju fyllumst við ekki öll réttlátri, friðelskandi glimmer reiði?“

Höfundur er þýðandi

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

„Ég hef aldrei brotið á nokkrum einstaklingi,“ segir læknirinn, sem Hödd Vilhjálmsdóttir ásakar um ofbeldi, í yfirlýsingu til Mannlífs.
Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins
Heimur

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Skoðun

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Langt sumarfrí Alþingis - Að vera þingmaður 6. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Langt sumarfrí Alþingis - Að vera þingmaður 6. kafli

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli

Glimmerjátningar
Skoðun

Katrín Harðardóttir

Glimmerjátningar

Loka auglýsingu