Guðmundur Mogensen hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi í Svíþjóð en hann er hálfur Íslendingur.
Guðmundur var dæmdur fyrir myrða 63 ára gamla konu fyrir greiðslu frá Dalen-glæpagenginu. Gengið vildi láta myrða hana til að hefna fyrir morð sem sonur hennar er sagður hafa framið en sonurinn var sýknaður af dómsmálayfirvöldum árið 2021. Guðmundur skaut konuna til bana í Akalla í Norðvestur-Stokkhólmi í október í fyrra.
Íslendingurinn var með lista af fólki sem hann átti að myrða fyrir hönd glæpagengisins en hann fékk fyrirmæli í gegnum samfélagsmiðla. Þá hefur fyrrverandi kærasta Guðmundur einnig verið dæmd fyrir sína þátttöku í morðinu en hún fékk tæp 12 ára fangelsisdóm. Þá var annar samverkamaður dæmdur í tæplega 14 ára fangelsi.
Guðmundur var einnig dæmdur fyrir að reyna myrða aðra konu.


Komment