
Gríðarleg fjölgun meðlima í Samfylkingunni skýrist ekki eingöngu af smölun Péturs Marteinssonar, fyrrverandi Sjálfstæðismanns, og stuðningsfólks hans, sem hefur skilað því að Gillzenegger, Logi Bergmann Eiðsson og Gísli Marteinn Baldursson séu loksins gengnir í vinstri flokkinn.
Sagt er að ungliðar hafi verið stórtækir í smölun, ekki síst fyrir stærðfræðikennarann með norsku ræturnar, Stein Olav Romslo, og 33 ára rekstrarstjóra Tulipop úr Grafarvoginum Bjarnveigu Birtu Bjarnadóttur. Saman náðu þau að sigra í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks.
Annar afkastamikill kosningasmali mun vera Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga. Hann sækist eftir þriðja sætinu. Svo heiðarlegur er Guðmundur að hann hóf smölunina fyrir opnum tjöldum, þar sem hann bað vini sína á Facebook að skrá sig í Samfylkinguna til þess eins að kjósa hann.
Nú er sagt um Guðmund Inga, að hann leiti víða fanga.
Komment