Við Kárastíg, stutt frá Skólavörðustíg og miðbæjarlífinu, er einstaklega fallegt og vandað einbýlishús komið á sölu.
Það hefur fengið yfirgripsmiklar endurbætur á undanförnum árum. Húsið stendur á tveimur hæðum auk kjallara og býður upp á mikið rými, góða skiptingu og stórar útisvalir sem njóta sólar stóran hluta dags.
Lóðin er frágengin með fallegum sólpalli við inngang og stórum þaksvölum aftan við húsið. Fyrir framan er hellulagt bílastæði með hitalögn. Um er að ræða hið ágætasta fjölskylduheimili eða húsnæði fyrir þá sem vilja njóta nálægðar við þjónustu, verslanir, kaffihús og menningu miðborgarinnar.
Það er 178.1m² að stærð og óska eigendur eftir tilboði í húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment