Fallegt og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð er komið á sölu í einum eftirsóttasta hverfi Mosfellsbæjar en það var byggt árið 2008.
Húsið er samtals 236 fm að stærð og stendur innst í rólegum botnlanga. Lóðin er einstaklega fjölskylduvæn með stórum, grónum garði sem snýr í suðvestur, rúmgóðum palli, skjólgirðingum og heitum potti.
Húsið er steinsteypt og steinað að utan, með gólfhita í öllum rýmum og hefur verið vel við haldið. Eldhúsið er bjart og rúmgott með vönduðum innréttingum, góðum tækjum og 80 cm spanhelluborði. Útgengt er úr eldhúsinu út í garð. Eldhús og stofa mynda opið, bjart rými með mikilli lofthæð og útgengi á suðvestur pallinn.
Í svefnálmu eru þrjú rúmgóð barnaherbergi, vel búið þvottaherbergi með góðri innréttingu og mjög fallegt baðherbergi með sturtu, baðkari og útgengi beint út á pall og pott. Hjónaherbergið er rúmgott og sér með fataherbergi.
Vilja eigendur 179.800.000 fyrir húsið.


Komment