Gulli heiðraði minningu tvíburabróður síns, Halla Reynis með þrennum tónleikum og plötuútgáfu. Nú stendur hann sjálfur frammi fyrir dauðanum en stefnir á eina plötu í viðbót.
Gunnlaugur Reynisson eða Gulli Reynis eins og hann er gjarnan kallaður, hefur verið ötull í að halda minningu og tónlist tvíburabróður síns, Halla Reynis, á lofti frá því að Halli lést árið 2019, aðeins 52 ára að aldri. En nú stendur Gulli sjálfur fyrir dauðanum en hann greindist með sjaldgæft og illvígt krabbamein í fyrra. Í desember síðastliðnum fékk hann þær hræðilegu fréttir að lyfin væru hætt að virka á meinið.
Steig á svið eftir langt hlé
Árið 2022 ákvað Gulli Reynis að dusta rykið af gítarnum og halda sérstaka tónleika til heiðurs tvíburabróður sínum, Halla. Tónleikarnir voru haldnir í nóvember það ár en uppselt var á tónleikana hálfu ári fyrr. Allur ágóðinn af tónleikunum rann til Sorgarmiðstöðvarinnar.
„Það gekk gríðarlega vel,“ segir Gulli í samtali við Mannlíf, aðspurður hvort það hafi ekki verið auðvelt að fá fólk með sér í að halda heiðurstónleikana í fyrsta skiptið. „Það seldist upp á tónleikana sex mánuðum fyrir þá. Og það var eiginlega það sama upp á teningnum árið eftir.“
Þegar Gulli hélt fyrstu heiðurstónleikana var það í fyrsta skipti sem hann steig á svið í um 17 ár en á árum áður hafði hann komið fram á skemmtistöðum sem trúbador.
„Frá kannski 1995 til 2003-2004, var ég að spila á skemmtistöðum sem trúbador. En ég var ekkert í því að gefa út tónlist eða neitt slíkt.“ Aðspurður hvort þeir bræðurnir hafi einhvern tíma skemmt saman svarar Gulli: „Nei, við skemmtum saman eitt kvöld, við náðum því þó.“ Gulli lærði snemma kjötiðn og hefur alla tíð unnið í matvælaiðnaðinum en tónlistin var alltaf aðeins aukavinna.
Slæmar fréttir
Til stóð að halda þriðju heiðurstónleikana í nóvember 2024 en það gekk ekki eftir. „Ég gat það náttúrulega ekki, þar sem ég var þá byrjaður í lyfjagjöf og ekki á nokkurn hátt undirbúinn undir það,“ segir Gulli en hann greindist með afar sjaldgæft og illvígt krabbamein, svokallað gallgangakrabbamein. „Ég byrjaði í lyfjagjöf í mars í fyrra,“ bætir hann við.
Þó svo að ekki hafi orðið af tónleikunum í fyrra, gaf Gulli þó út vínylplötu með upptökum af fyrri heiðurstónleikunum.
„Jú, þá gaf ég út plötu frá þessum tvennum tónleikum, frá 2022 og 2023, sem ég gaf út á vínyl.“ Var plötunni afar vel tekið.
Kvaddi sviðið í maí
Í maí á þessu ári hélt Gulli síðan þriðju heiðurstónleikana en þá tilkynnti hann að þetta yrði í síðasta skipti sem hann stigi á sviðið.
„Já, ég gerði það eiginlega. En þetta var í raun ekki mín hugmynd að gera þetta. Þessi hugmynd kom bara frá Kristni ljósmyndara sem hefur verið duglegur að taka …


Komment