1
Pólitík

Jón Gnarr lætur SFS fá það óþvegið

2
Innlent

„Hættulegustu einstaklingar í lífum íslenskra kvenna eru hvítir íslenskir karlar“

3
Peningar

Auglýsing vekur hneykslun: „Græða helling af peningum“

4
Fólk

Rosie O´Donnell og Lyle Menendez eru trúnaðarvinir

5
Fólk

Anna er ekki „púlari“ en ætlar að fagna með þeim í dag

6
Fólk

Grunaður í ránsmáli Kim Kardashian lést skyndilega rétt fyrir réttarhöld

7
Heimur

Noregur stofnar formlega til stjórnmálasambands við Palestínu

8
Skoðun

Fangelsismál í skugga minnimáttarkenndar

9
Innlent

Áríðandi bréf til ráðherra

10
Innlent

Búðarþjófnaður, ökuníð og eignarspjöll

Til baka

„Hættulegustu einstaklingar í lífum íslenskra kvenna eru hvítir íslenskir karlar“

Kynjafræðingur svarar meintum kynþáttafordómum.

Þorsteinn V. Einarsson
Þorsteinn V. EinarssonKynjafræðingurinn er ekki par sáttur við rasisma.
Mynd: VG

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur skrifaði færslu á Facebook-síðu sinni Karlmennskan, þar sem hann talar um „karlrembur og rasista“.

Á dögunum sagði Mannlíf frá Instagram-story frá raftónlistarmanninum Brynjari Barkarsyni úr dúettinum ClubDub, þar sem hann þótti sýna af sér kynþáttahatur með hatursorðræðu um múslima. Árið 2020 var hann einnig sakaður um svipað en DV fjallaði um málið á sínum tíma. Við færslur sínar skrifaði Brynjar myllumerkið #fyrstuvelheim sem er myllumerki þeirra sem vilja senda hælisleitendur úr landi.

Í árskýrslu Stígamóta fyrir árið 2024 kemur fram að mikill meirihluti þeirra sem fremja ofbeldisglæpi hér á landi eru íslenskir karlmenn, eða 75,6 prósent allra.

Stígamót
Tölfræði frá StígamótumÍslenskir karlmenn fremja mun fleiri ofbeldisbrot en erlendir karlmenn hér á landi.
Mynd: stigamot.is

Á þetta bendir Þorsteinn í færslu sinni sem hefst á eftirfarandi hátt:

„Hættulegustu einstaklingar í lífum íslenskra kvenna eru hvítir íslenskir karlar sem þær treysta. Makar, vinir, eiginmenn og fyrrverandi makar. Við breytum ekki þeirri staðreynd með því að senda þá með fyrstu vél… ég veit ekki hvert. Ekki frekar en að senda brúna kynferðisbrotamenn upp í flugvél.

Skjáskotin og myndböndin sem fljúga þessa dagana af íslenskum karlrembum og rasistum er afleiðing skaðlegrar karlmennsku og ábyrgðarleysismenningar sem grenjar hvað hæst undan woke-i.“

Og Þorsteinn heldur áfram:

„Allir (MEINTU MEINTU) ofbeldismennirnir sem voru til umfjöllunar í öllum fjölmiðlum, voru rannskakaðir, kærðir og jafnvel ákærðir eru langflestir mættir allir aftur. Drullu hressir og komnir með allt sitt aftur. Þætti, samstarf, góðar stöður og MEINTU brotin þeirra eru bara á sakaskrá „woke-fasista sem hata karla“.“

Að lokum skrifar Þorsteinn um það sem hann kallar „ótrúlega þversögn“, þar sem konur eru í öllum helstu valdastöðum en samt elski fólk „karla sem hata konur og útlendinga“.

„Við búum í einhverri ótrúlegri þversögn með konur í öllum helstu valdastöðum og best í heimi í jafnrétti en elskum karla sem hata konur og útlendinga. Og við elskum að koma gerendum undan ábyrgð af því við meikum ekki að verða hugsanlega mögulega óvinsæl eða missa gigg eða tækifæri eða eitthvað. Fokking sérplægni, sérhagsmunarúnk og meðvirkni er að skapa kjöraðstæður fyrir fasískan hægri flokk og öfga-verk einhvers hvíts sjomla sem telur konur stjórna öllu.“

Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni en þar birtast einnig textamyndir þar sem farið er nánar í saumana á málinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


|
Minning

Ólafur Gísli Hilmarsson er fallinn frá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra – Mynd: Steph Glinski
Pólitík

Ísland valdeflir stúlkur í Malaví

maðuríkína
Heimur

Maður stökk í gegnum glugga í miðju rifrildi við kærustuna

Oscar
Innlent

Áríðandi bréf til ráðherra

Lögregla
Innlent

Tilkynnt um hnífahópaslagsmál

Ólafur Ágúst Hraundal
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsismál í skugga minnimáttarkenndar

shutterstock_621593360
Fólk

Grunaður í ránsmáli Kim Kardashian lést skyndilega rétt fyrir réttarhöld

Salah
Sport

Óstöðvandi Liverpool rústar Tottenham og tryggir sér enska meistaratitilinn