Hlaðvarpið Tvær taktlausar hefur verið að fá meiri og meiri athygli en þáttastjórnendur eru þær Íris Kristín Smith, grunnskólakennari og grínisti, og Kristín Viðarsdóttir, kjarnastjóri á leikskóla.
Þátturinn þykir vera með þeim fyndnari sem eru í gangi í dag en í nýjasta þættinum ræða Kristín og Íris um nostalgíu. Þar tala þær um tímabil þegar þær voru í grunnskóla og voru að senda fólki vinabeiðnir á Facebook án þess þó að þekkja fólkið. Kristín greinir frá því þættinum að hún hafi á undanförnum árum farið í gegnum vinalistann sinn og eytt því fólki af vinalistanum sem hún kannist ekki við, þó með einni undantekningu og það sé rapparinn Kristmundur Axel.
Í framhaldi af því segir Íris sögu af hennar samskiptum við Kristmund sem áttu sér stað.
Samtal um Kristmund Axel
Íris: Mig langaði svo mikið að fá hann í afmælið mitt í fyrra, í þrítugsafmælið. Ég var búin að bóka hann en Toggi [eiginmaður Írisar] sagði „Við eigum ekki efni á því að fá einhvern í afmæli“ og ég var alltaf að koma með hugmyndir. Málið var að það var ár síðan við héldum brúðkaupið okkar og líka ár síðan við keyptum [hús í Mosfellsbæ] þannig að það var alveg rétt hjá honum, við áttum kannski ekki efni á því. En mig langaði svo mikið að fá hann og ég var búin að bóka og svo sagði Toggi: „Þú getur bara ekki fengið hann“ og ég sagði við Kristmund að ég gæti ekki fengið hann í þetta sinn og bara einhverntímann seinna. En næst, alltaf næst.
Nema hvað svo er ég á IceGuys og ég sé hann og ég labba upp að honum og ég segi bara: „Ég er huge fan. Ég vildi svo mikið fá þig í partýið mitt en maðurinn minn bannaði mér það“ og hann náttúrulega edrú sagði „Já, bara gaman að heyra að þú sért huge fan.“
Kristín: Ó mæ god, ég er að elska þetta samt. Þú verður að fá hann í eitthvað partý. Þetta verður að vera full circle moment. Þú getur ekki haft þennan enda opinn.
Íris: Ég held að hann viti ekkert hver ég var og hann mundi ábyggilega ekki eftir að ég hafi sent honum skilaboð um að bóka hann.
Kristín: En þú varst náttúrulega handviss í momentinu að hann vissi.
Íris: Að sjálfsögðu og það eru ábyggilega ekkert fleiri að reyna bóka hann nema ég.
Kristín: Honum hefur þótt vænt um þetta, að þú hafir bara útskýrt stöðuna.
Íris: Ég þurfti bara að útskýra mitt mál.


Komment