1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

5
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

9
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

10
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Til baka

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

„Maðurinn minn bannaði mér það“

Íris og Kristín - Tvær Taktlausar
Íris Kristín vildi fá Kristmund Axel í afmælisveisluÞað gekk ekki eftir.
Mynd: Víkingur

Hlaðvarpið Tvær taktlausar hefur verið að fá meiri og meiri athygli en þáttastjórnendur eru þær Íris Kristín Smith, grunnskólakennari og grínisti, og Kristín Viðarsdóttir, kjarnastjóri á leikskóla.

Þátturinn þykir vera með þeim fyndnari sem eru í gangi í dag en í nýjasta þættinum ræða Kristín og Íris um nostalgíu. Þar tala þær um tímabil þegar þær voru í grunnskóla og voru að senda fólki vinabeiðnir á Facebook án þess þó að þekkja fólkið. Kristín greinir frá því þættinum að hún hafi á undanförnum árum farið í gegnum vinalistann sinn og eytt því fólki af vinalistanum sem hún kannist ekki við, þó með einni undantekningu og það sé rapparinn Kristmundur Axel.

Í framhaldi af því segir Íris sögu af hennar samskiptum við Kristmund sem áttu sér stað.

Samtal um Kristmund Axel

Íris: Mig langaði svo mikið að fá hann í afmælið mitt í fyrra, í þrítugsafmælið. Ég var búin að bóka hann en Toggi [eiginmaður Írisar] sagði „Við eigum ekki efni á því að fá einhvern í afmæli“ og ég var alltaf að koma með hugmyndir. Málið var að það var ár síðan við héldum brúðkaupið okkar og líka ár síðan við keyptum [hús í Mosfellsbæ] þannig að það var alveg rétt hjá honum, við áttum kannski ekki efni á því. En mig langaði svo mikið að fá hann og ég var búin að bóka og svo sagði Toggi: „Þú getur bara ekki fengið hann“ og ég sagði við Kristmund að ég gæti ekki fengið hann í þetta sinn og bara einhverntímann seinna. En næst, alltaf næst.

Nema hvað svo er ég á IceGuys og ég sé hann og ég labba upp að honum og ég segi bara: „Ég er huge fan. Ég vildi svo mikið fá þig í partýið mitt en maðurinn minn bannaði mér það“ og hann náttúrulega edrú sagði „Já, bara gaman að heyra að þú sért huge fan.“

Kristín: Ó mæ god, ég er að elska þetta samt. Þú verður að fá hann í eitthvað partý. Þetta verður að vera full circle moment. Þú getur ekki haft þennan enda opinn.

Íris: Ég held að hann viti ekkert hver ég var og hann mundi ábyggilega ekki eftir að ég hafi sent honum skilaboð um að bóka hann.

Kristín: En þú varst náttúrulega handviss í momentinu að hann vissi.

Íris: Að sjálfsögðu og það eru ábyggilega ekkert fleiri að reyna bóka hann nema ég.

Kristín: Honum hefur þótt vænt um þetta, að þú hafir bara útskýrt stöðuna.

Íris: Ég þurfti bara að útskýra mitt mál.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Vegna listeríu sem fannst í vörunum er fólk beðið um að farga þeim eða skila
Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta
Myndband
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Stjörnulögfræðingur vill flytja
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð
Heimur

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð

Féll niður brekku á Kanarí og lést
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

„Það er vissulega soldið vond lykt af henni en hún bragðast mjög vel finnst mér.“
Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Stjörnulögfræðingur vill flytja
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Loka auglýsingu