
Edda Björgvinsdóttir sendi frá sér enn eitt bráðfyndið myndskeið í dag á Facebook, í gervi Guðríðar gömlu þar sem hún segir hana vera komna í jólaglöggið. Í þetta skiptið gerði hún stólpagrín að stjórnarandstöðunni á Alþingi sem sumir segja að stundi málþóf um þessar mundir.
Guðríður gamla, sem er hægri sinnuð og sjaldan edrú, er ánægð með stjórnarandstöðuna og gefur frat í ríkisstjórnina. Gefum henni orðið:
„Ég get sagt ykkur það, að við þarna í stjórnarmótstöðunni, við þurfum svoleiðis að láta ykkur hafa það, alveg sama hvaða mál þið komið með, við ætlum svoleiðis að skemma og hrækja og trampa og tala í marga, marga klukkutíma um rassgatið á okkur.,“ segir Guðríður hlæjandi og heldur áfram: „Og þið bara rétt ráðið hvort þið látið okkur ekki hafa það sem við eigum. Ég á þetta, ég má þetta og ég vil fá þetta aftur.“
Endar Guðríður gamla röfl sitt á að segja: „Og svo bara haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“

Komment