Nú er desembermánuður loksins mættur á dagtal heimsins og má finna fyrir miklum jólaspenningi á Íslandi.
Krakkar eru byrjaðir að syngja jólalög á leikskólum og eru fullorðnir byrjaðir að horfa á Home Alone 2 og Die Hard. Jólagjafainnkaup eru hafin á mörgum heimilum og ansi margar jólaseríur eru komnar upp, sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur.
Það var hins vegar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sem kom með jólin á Alþingi í dag en hún mætti í glæsilegri jólapeysu til að ræða fjárlög 2026.
Víkingur Óli Magnússon, ljósmyndari Mannlífs, náði mynd jólamálaráðherra Íslands.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment