1
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

2
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

3
Innlent

Rakel tekur við í janúar

4
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

5
Innlent

Slys í Laugardalnum

6
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

7
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

8
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

9
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

10
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Til baka

Heift Baldvins

Baldvin Þorsteinsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Feðgarnir í SamherjaBaldvin Þorsteinsson tekur við sem forstjóri Samherja af föður sínum.
Mynd: Samherji

Óttast er að með brotthvarfi Þorsteins Más Baldvinssonar úr forstjórastóli Samherja muni yfirbragð þessa stærsta fyrirtækis Íslands ekki mildast, nema síður sé. Félagið hefur verið í hörðum deilum á fjölmörgum vígstöðvum, bæði gagnvart stjórnmálafólki á Íslandi, eftirlitskerfinu, fjölmiðlum og svo yfirvöldum í Namibíu, eða þeim hluta þeirra sem þáði ekki ráðgjafagreiðslur heldur lét rannsaka þær.

Arftaki Þorsteins Más er sonur hans, Baldvin Þorsteinsson. Hann vakti landsathygli árið 2019 þegar hann stuggaði við Má Guðmundssyni, þáverandi Seðlabankastjóra, þegar Már reyndi að sýna þá kurteisi að taka í höndina á Þorsteini í húsakynnum Alþingis. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin.

Baldvin Þorsteinsson

Var þar að sjá augljósa fyrirlitningu nýja forstjóra Samherja á grundvallarstofnun samfélagsins og svo það framferði sem hann var tilbúinn að sýna á sér fyrir framan allra augum. Nú er sami maður með yfirráð yfir stórum hluta aflaheimilda við Ísland, ásamt systkinum sínum, og er ekki lengur hægt að segja að þau hafi aflað þeirra frá grunni með dugnaði. Eftir stendur reiðin yfir því mótlæti sem Samherji og faðir forstjórans hafa mætt síðustu ár.

Í gær, daginn áður en tilkynnt er um að Baldvin taki við forstjórastólnum af föður sínum, var fjallað harkalega um einstakan fréttamann Ríkisútvarpsins, sem sakaður er um „persónulegt hatur“ og reynt að grafa undan starfsheiðri hans og atvinnuöryggi fyrir að fjalla um að Samherji nýtti þjónustu Jóns Óttars Ólafssonar og njósnafyrirtækisins PPP. „Er vert að spyrja hvort ákveðnir blaðamenn séu hreinlega hæfir til að fjalla um málefni félagsins?“ skrifar Samherji.

Spurningin er í framhaldinu hversu margir munu þurfa að „drulla sér í burtu“, áður en yfir lýkur, fyrir arftakann í Samherja?

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Felix svarar 10 spurningum
Kynning

Felix svarar 10 spurningum

„Fjölskyldur á Íslandi eru mismunandi eins og allsstaðar“
Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur
Heimur

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir
Innlent

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir

Selja gersemi við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

Lægðin stefnir til Færeyja
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla
Myndband
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður
Heimur

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður

Slúður

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu
Slúður

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu

Loka auglýsingu