
ESB hefur veitt heilbrigðisþjónustu á Ísland 2,4 milljarða í styrki frá árinu 2021 en það kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Samkvæmt henni er núgildandi áætlun ESB sem er fyrir tímabilið 2021-2027 er með fjárhagsáætlun upp á 5,3 milljarða evra til styrkveitinga og hefur umfangið aldrei verið meira.
Alma Möller heilbrigðisráðherra vill hvetja stofnanir til að skoða þá möguleika sem felast í þátttöku í heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins en hún nefnist EU4Health. Samkvæmt Ölmu er ekki ólíklegt að fleiri styrkir bætist við á komandi 2-3 síðustu árum áætlunarinnar.
„Þeir styrkir sem stofnanir hafa fengið úr áætluninni skipta gríðarlega miklu máli fyrir framgang mikilvægra verkefna á sviði heilbrigðismála og hafa skipt sköpum. Það er til mikils að vinna að taka þátt, bæði fjárhagslega fyrir verkefnin og einnig er mikill faglegur styrkur í þátttökunni fyrir þá sérfræðinga sem að þeim koma,“ sagði Alma um styrkina.
Komment