
Hildur Björnsdóttir braut fyrir stuttu blað í sögu Sjálfstæðisflokksins en hún verður fyrsti oddvitinn til að leiða flokkinn meira en eitt kjörtímabil á þessari öld, og reyndar lengur en það.
Það breytir því hins vegar ekki að Hildur er í nokkuð sérstakri stöðu þar sem stór hluti af þeim sem eru borgarfulltrúar flokksins kunna ekki vel við hana og hún ekki við þá. Þrátt fyrir það vilja fulltrúarnir allir halda áfram.
Því miður fyrir Hildi fær hún ekki ein ráða um framtíð listans en kjörnefnd mun sjá um það í samstarfi við oddvitann. Líklegt þykir að Hildur nái aðeins að losa sig við tvo af borgarfulltrúunum sem hún vill ekkert með hafa en búast má við því að það verði Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir. Helst vildi hún losna einnig við Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur en hún þykir of vinsæl til að oddvitinn geti sparkað henni ...

Komment