1
Fólk

Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi

2
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

3
Landið

Sumarveður í kortunum

4
Innlent

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu

5
Innlent

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni

6
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

7
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

8
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

9
Minning

Þórir Jensen er látinn

10
Innlent

Nægjusamur þjófur við vinnu á höfuðborgarsvæðinu

Til baka

Hitlisti Úlfars

Úlfar Lúðvíksson

Nýrokinn lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem rauk úr starfi eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að auglýsa stöðuna til umsóknar, hellti úr skálum reiði sinnar og reynslu í viðtali við Stefán Einar Stefánsson á Morgunblaðinu í gær. Þar hefur hann notið góðs andrúmslofts, en Morgunblaðið lýsti því meðal annars í fyrirsögn á dögunum við mynd af Úlfari við eldsumbrot í Grindavík að „sorgarferli“ væri yfirstandandi á Suðurnesjum. Ekki var það vegna náttúruhamfara sem gerði bæinn óbyggilegan, heldur vegna þess að skipta ætti um lögreglustjórann á Suðurnesjum.

Úlfar segir að ófremdarástand ríki á landamærunum, sem kom til eftir að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu. Þá segir hann að ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Haukur Guðmundsson, þurfi að „víkja sökum þjóðaröryggis“. Svo vill til að Úlfar vék skyndilega af fundi með Hauki og Þorbjörgu, þegar hann móðgaðist við boð um að taka við stöðu austur á fjörðum. Úlfar segist hafa „stoppað fundinn“ við boðið og tilkynnt Hauki um útgöngu sína af honum. Áður hafði hann fengið ákúrur í tölvupósti frá Hauki þar sem hann var beðinn að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í opinberri umræðu.

Úlfar vill sömuleiðis að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hætti sem ríkislögreglustjóri, en hún er einmitt forveri hans sem lögreglustjóri á Suðurnesjum frá árunum 2008 til 2014.

Þó vill til að flest það sem Úlfar gerir athugasemd við hefur verið ábyrgð dómsmálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Þau eru eftirtalin: Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, frá 2023 til 2024. Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, frá 2022 til 2023, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir frá 2019 til 2021, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, árið 2019, Sigríður Á. Andersen, nú þingmaður Miðflokksins, frá 2017 til 2019.

Svarti listi Úlfars er því langur, þegar vel er að gáð, og ekki eingöngu bundinn við þau sem hafa stigið á tærnar á honum. Helst er hann þó ósáttur við vegabréfalaus ferðalög á EES-svæðinu sem fylgja inngöngu Íslands í Schengen-svæðið. Verra er að þá bætist við eitt nafn á hitlista Úlfars, en þegar íslensk stjórnvöld undirrituðu samning um að ganga í Schengen-samstarfið árið 1996 var Davíð Oddsson forsætisráðherra. Hann er nú ritstjóri Morgunblaðsins.

Leið Úlfars liggur héðan af um innri landamæri Schengen, en hann kveðst fara til fjölskyldutengdra verkefna í Danmörku í framhaldinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu

„Ísland hefur skuldbundið sig til að verja mannréttindi – ekki brjóta þau“
Séra Hilda María blessar Stykkishólm
Landið

Séra Hilda María blessar Stykkishólm

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Innlent

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla
Menning

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands
Myndir
Innlent

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“
Innlent

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök
Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús
Slúður

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús

Jón Óttar skiptir um vettvang
Slúður

Jón Óttar skiptir um vettvang

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar
Slúður

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar

Loka auglýsingu