1
Fólk

Eva Laufey færir sig um set

2
Pólitík

Áslaug neitar því að hafa verið drukkin á Alþingi

3
Heimur

Fjögurra ára drengur drukknaði á Tenerife

4
Innlent

Varðturn settur upp við Hallgrímskirkju

5
Innlent

Lögreglan óskar aðstoðar almennings við mannaleit

6
Innlent

Mótmæla mótmælum á Austurvelli

7
Fólk

Bylgja vill fá sannleikann frá Landlæknisembættinu

8
Menning

Blóðugar varir Bríetar

9
Landið

Eggert hrækti á lögreglumann og bauðst til að skyrpa á annan

10
Innlent

Bíll brennur við Nesjavallaveg

Til baka

Hitlisti Úlfars

Úlfar Lúðvíksson

Nýrokinn lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem rauk úr starfi eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að auglýsa stöðuna til umsóknar, hellti úr skálum reiði sinnar og reynslu í viðtali við Stefán Einar Stefánsson á Morgunblaðinu í gær. Þar hefur hann notið góðs andrúmslofts, en Morgunblaðið lýsti því meðal annars í fyrirsögn á dögunum við mynd af Úlfari við eldsumbrot í Grindavík að „sorgarferli“ væri yfirstandandi á Suðurnesjum. Ekki var það vegna náttúruhamfara sem gerði bæinn óbyggilegan, heldur vegna þess að skipta ætti um lögreglustjórann á Suðurnesjum.

Úlfar segir að ófremdarástand ríki á landamærunum, sem kom til eftir að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu. Þá segir hann að ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Haukur Guðmundsson, þurfi að „víkja sökum þjóðaröryggis“. Svo vill til að Úlfar vék skyndilega af fundi með Hauki og Þorbjörgu, þegar hann móðgaðist við boð um að taka við stöðu austur á fjörðum. Úlfar segist hafa „stoppað fundinn“ við boðið og tilkynnt Hauki um útgöngu sína af honum. Áður hafði hann fengið ákúrur í tölvupósti frá Hauki þar sem hann var beðinn að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í opinberri umræðu.

Úlfar vill sömuleiðis að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hætti sem ríkislögreglustjóri, en hún er einmitt forveri hans sem lögreglustjóri á Suðurnesjum frá árunum 2008 til 2014.

Þó vill til að flest það sem Úlfar gerir athugasemd við hefur verið ábyrgð dómsmálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Þau eru eftirtalin: Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, frá 2023 til 2024. Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, frá 2022 til 2023, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir frá 2019 til 2021, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, árið 2019, Sigríður Á. Andersen, nú þingmaður Miðflokksins, frá 2017 til 2019.

Svarti listi Úlfars er því langur, þegar vel er að gáð, og ekki eingöngu bundinn við þau sem hafa stigið á tærnar á honum. Helst er hann þó ósáttur við vegabréfalaus ferðalög á EES-svæðinu sem fylgja inngöngu Íslands í Schengen-svæðið. Verra er að þá bætist við eitt nafn á hitlista Úlfars, en þegar íslensk stjórnvöld undirrituðu samning um að ganga í Schengen-samstarfið árið 1996 var Davíð Oddsson forsætisráðherra. Hann er nú ritstjóri Morgunblaðsins.

Leið Úlfars liggur héðan af um innri landamæri Schengen, en hann kveðst fara til fjölskyldutengdra verkefna í Danmörku í framhaldinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Eldur Nesjavallavegi
Ný frétt
Innlent

Bíll brennur við Nesjavallaveg

Lee Michael Granier
Heimur

Kennari tekinn með kókaín í grunnskóla

konaNY
Myndband
Heimur

Kona stakk ljósmyndara í bakið

Seljahverfi Breiðholt
Innlent

Nóttin í borginni: Ungmenni með ógnandi tilburði

Hallgrímskirkja
Innlent

Varðturn settur upp við Hallgrímskirkju

flugvélindia
Myndband
Heimur

Öskrandi farþegar í eldingaflugi óttuðust um líf sitt

Tenerife
Heimur

Fjögurra ára drengur drukknaði á Tenerife

1_Emma-Watson-HARRY-POTTER-AND-THE-GOBLET-OF-FIRE-2005
Heimur

Stjarna úr Harry Potter í bráðaaðgerð vegna öndunarörðugleika

Loka auglýsingu