
Líkið sem fannst í sjónum á milli Engey og Viðey 13. maí reyndist vera af Hjalta Snæ Árnasyni, 22 ára.
Móðir hans, Gerður Ósk Hjaltadóttir, greinir frá þessu á Facebook og staðfestir í samtali við Mbl.is. Hjalti hafði verið týndur frá því seint í mars.
„Ég fékk símtal í dag þar sem mér var tilkynnt að það væri Hjalti Snær okkar sem fannst í sjónum milli Engeyjar og Viðeyjar um daginn. Elsku strákurinn okkar sem elskaði náttúruna og „Óvitana“. Sem vildi öllum vel og reyndi svooo mikið að hjálpa okkur öllum. Við erum þakklát fyrir að við þurfum ekki að bíða í fleiri vikur eftir því að kennsl sé borið á hann og við fáum hann heim sem fyrst. Kærleikskveðjur til ykkar og knúsið hvort annað,“ skrifar móðir hans, Gerður Ósk, í Facebook-færslu.
Hjalti Snær, sem var einhverfur og hafði glímt við veikindi í rúmlega ár, gekk í sjóinn við Kirkjusand í Reykjavík síðari hluta mars. Hann hefði orðið 23 ára 9. maí.
Komment