
Íslenskur karlmaður úr Stykkishólmi hefur verið dæmdur af Héraðsdómi Suðurlands en Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ákærði í málinu.
Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var ákærður fyrir þjófnað með því að hafa, föstudaginn 22. desember 2023 farið í heimildarleysi inn í húsnæði og stolið þaðan Samsung farsíma og Verifone posa, hvoru tveggja að óþekktu verðmæti.
Hólmarinn mætti ekki fyrir dóm en hann hafði fjórum sinnum áður gerst sekur um refsivert brot. Þann 3. maí 2021 var honum gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði, vegna þjófnaðar, húsbrots og eignarspjalla, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið til tveggja ára.
Maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi en dómur hans er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Komment