
Hundur réðst á barn sem var á leið í skólann í morgun en frá því greinir Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, í hverfishóp Háaleitishverfi.
Barnið sem um ræðir er sonur Bjartar og var hann bitinn í kálfa af hundinum sem réðst á hann þegar hann var á leið í Álftamýrarskóla.
„Eigandinn hirti ekki svo mikið um að spyrja hvernig honum liði eða hvort væri í lagi með hann heldur gekk bara á brott. Sá var með tvo hunda í bandi, minni Schnauzer eða viðlíka tegund og svo annan stærri, brúnleitan hund, líklega ekki fullvaxta. Ég vil eðlilega ná tali af viðkomandi því að kæra er væntanleg,“ skrifar þingmaðurinn fyrrverandi.
Björt tekur svo fram að þau þiggi allar ábendingar sem fólk kann að hafa um málið.
Komment