1
Innlent

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu

2
Minning

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá

3
Innlent

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar

4
Innlent

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri

5
Innlent

Íslenskur karlmaður myndaði kynfærasvæði konu án samþykkis

6
Heimur

11 látnir eftir skotárás á gistiheimili

7
Minning

Sigurður Ólafsson er látinn

8
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi

9
Heimur

Þrír á sjúkrahúsi eftir slys í þjóðgarði á Tenerife

10
Innlent

Lögreglan fjarlægði einstakling af heimili

Til baka

Hvers vegna eru börn oft að segja þessa setningu?

Nýtt æði skilur fullorðna eftir með stórt spurningamerki.

Skólabörn Barn
6-7Foreldrar skilja oft ekki ný orð sem börn og unglingar taka upp, en stundum virðist það vera tilgangurinn.
Mynd: Golli

Nýlegt æði, sem er illskiljanlegt fyrir fullorðna, hefur smitast milli barna í Bandaríkjunum síðustu mánuði og dreifst yfir til Íslands í gegnum samfélagsmiðla.

Æðið gengur út á að kalla 6-7, eða six-seven, af minnsta tilefni, þegar blaðsíða 67 er opnuð, þegar 6–7 mínútur eru í hádegismat eða bara af engu sérstöku.

„Ekki síðan 69 hefur tala valdið svona mikilli truflun,“ segir CNN í umfjöllun um fyrirbærið.

„Þetta er eins og plága — veira sem hefur tekið yfir huga krakkanna,“ segir Gabe Dannenbring, náttúrufræðikennari í 7. bekk í Sioux Falls í Suður-Dakóta í viðtali við CNN. „Þú getur ekki sagt neina útgáfu af tölunum 6 eða 7 án þess að minnst 15 krakkar öskri: ‘6–7!’“ segir hann og bætir við að hann hafi heyrt það 75 sinnum á einum skóladegi.

Sérfræðingar sem CNN ræddi við segja að „6–7“ merki í sjálfu sér ekkert – en nái samt að skapa tilfinningu fyrir „aðild“ og samstöðu meðal barna.

„Þetta verður að tungumálaleik fyrir þau sem, virðist vera, aðeins fólkið í hópnum þeirra kann að spila með,“ segir Gail Fairhurst, prófessor í samskiptum við Háskólann í Cincinnati. Taylor Jones, málfræðingur og félagsvísindamaður, segir að vinsældirnar endurspegli „merkingarþynningu“, þegar orð eða orðasamband losnar frá uppruna sínum.

Uppruninn er óljós, en talan birtist í viðlagi lagsins „Doot Doot (6 7)“ eftir rapparann Skrilla og tengdist síðar handahreyfingu á TikTok sem körfuboltaleikmaðurinn Taylen Kinney kom á koppinn. Síðan hefur hún ratað í íþróttamyndbönd og menningarlíf á netinu. „Enginn veit hvað þetta þýðir,“ segir Dannenbring. „Og það er einmitt fyndna við þetta.“

Hér er eitt þeirra myndbanda sem dreifði 6-7.

Kennarar hafa svarað með ýmsu móti. Sumir banna kallið í stofunni, aðrir beita því gegn nemendum með því að nota það sjálfir eða jafnvel að syngja það í upphitun. Fairhurst segir að þegar fullorðnir taki slangrið upp „deyji“ það gjarnan. Jones tekur í sama streng: „Auðveldasta leiðin til að drepa þetta er að kennarar segi að þetta sé kúl.“

Fairhurst, sem er prófessor í samskiptum og kennir tungutak alpha-kynslóðarinnar, segir að orðatiltækið gæti verið til marks um samfélag sem ferðast handan sannleikans, samskipti sem hafa aðeins þá merkingu sem fólk leggur í þau.

Þrátt fyrir leiðindin sjá fræðimenn jafnvel saklausan félagslegan tilgang: „Tungumál er leið fólks til að mynda samfélag,“ segir Fairhurst. „Jafnvel þótt þetta sé bullorð, ef þau virðast vita hvað það þýðir, getur það verið sameinandi afl. Og ef einhver skilur ekki hugtakið getur það líka útilokað fólk úr hópnum.“

Líklegt er talið að 6-7 sé nú þegar á leiðinni út, enda hefur það verið á sveimi í tæpt ár. Reynt hefur verið að koma að „41“ í staðinn.

Rétt eins og æðin með „skipidi toilet“ dvínaði, er óumflýjanlegt að 6-7 hverfi án frekari skýringar á tilgangi eða uppruna þess.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment

Grískur maður í haldi lögreglu vegna andlátsins í Kópavogi
Innlent

Grískur maður í haldi lögreglu vegna andlátsins í Kópavogi

Æðisgengið einbýli í Löndunum til sölu
Myndir
Fólk

Æðisgengið einbýli í Löndunum til sölu

Richards flutti inn lygilegt magn af metamfetamínkristöllum innvortis
Innlent

Richards flutti inn lygilegt magn af metamfetamínkristöllum innvortis

Þrír á sjúkrahúsi eftir slys í þjóðgarði á Tenerife
Heimur

Þrír á sjúkrahúsi eftir slys í þjóðgarði á Tenerife

Sigurður Ólafsson er látinn
Minning

Sigurður Ólafsson er látinn

Áreitti fólk við strætóskýli
Innlent

Áreitti fólk við strætóskýli

Íslenskur karlmaður myndaði kynfærasvæði konu án samþykkis
Innlent

Íslenskur karlmaður myndaði kynfærasvæði konu án samþykkis

Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna
Innlent

Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar
Innlent

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri
Innlent

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá
Minning

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá

Mannlífið

Novasvellið rís á Ingólfstorgi
Myndir
Mannlífið

Novasvellið rís á Ingólfstorgi

Jólin nálgast óðfluga
Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Mæður sem taka sjálfur eiga dætur sem vilja frekar fegrunaraðgerðir
Mannlífið

Mæður sem taka sjálfur eiga dætur sem vilja frekar fegrunaraðgerðir

Hvers vegna eru börn oft að segja þessa setningu?
Mannlífið

Hvers vegna eru börn oft að segja þessa setningu?

Bæjarhátíðin Í túninu heima stendur með miklum blóma í Mosfellsbæ
Mannlífið

Bæjarhátíðin Í túninu heima stendur með miklum blóma í Mosfellsbæ

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

Loka auglýsingu