1
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

2
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

3
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

4
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

5
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

6
Heimur

Ísraelar bálreiðir

7
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

8
Menning

GKR sussar á fólk

9
Heimur

Hvíta húsið ræðst á South Park

10
Skoðun

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Til baka

Björn Leví Gunnarsson

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli

Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Við þekkjum öll frasann “að kjósa eftir flokkslínum” sem er jafnan sagt í neikvæðu samhengi. Sérstaklega þegar fólki grunar að einhverjir þingmenn séu í rauninni með aðrar skoðanir en atkvæði þeirra gefur til kynna.

Ágætis dæmi um þetta er það sem á „fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna“. En það sagði fyrrverandi þingmaður Brynjar Níelsson þegar hann “þurfti” víst að greiða atkvæði með jafnlaunavottun.

Sannfæring þingmanna

Hvað þýðir það að vera þingmaður? Uppskriftina af því er að finna í stjórnarskránni okkar:

48. gr. - Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Þegar allt kemur til alls, þá eru þetta í raun einu reglurnar sem gilda um störf þingmanna. Eina takmörkunin á störfum þingmanna er að mega ekki greiða atkvæði í máli þar sem þeir hafa beina persónulega hagsmuni af.

En hvað er sannfæring?

Orðabókin skilgreinir sannfæringu (https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/34616) sem:

það að vera sannfærður um eitthvað, alger vissa

Þessa sannfæringu hefur þingmaður í ræðustól Alþingis, þegar hann tjáir skoðun sína þar. Þessa sannfæringu hefur þingmaður í eftirlitshlutverki sínu gagnvart framkvæmdavaldinu - og þessa sannfæringu hefur þingmaður þegar hann greiðir atkvæði. Sannfæringu þar sem valið getur verið milli slæmra kosta, að kyngja ælunni og samþykkja frumvarp ríkisstjórnar eða, sitja hjá eða hafna því. 

Hvort tveggja er skiljanlegt - að fólki finnist það undarlegt að þingmaður geti kyngt ælunni, sem hljómar í raun eins og hann sé að fara gegn sinni sannfæringu, og greitt atkvæði með ælubragðið í munninum. En það er líka skiljanlegt að það sé raunveruleg sannfæring þingmannsins að fylgja því sem flokksforystan segir. Formaðurinn veit betur - getur alveg verið einlæg sannfæring. 

Spurningin er kannski frekar, ef skoðun þingmannsins skiptir engu máli - bara skoðun formannsins. Til hvers þurfum við á öllum þeim þingmönnum að halda? Þeir eru hvort sem er tilgangslausir í þingstörfunum að öllu leyti nema til þess að ýta á takkann sem þeim er skipað að ýta á. 

Til hvers erum við að kjósa alla þessa þingmenn ef það eru bara formenn sem ráða?

Auðvitað er þetta ekki alveg svo einfalt. Flestir þingmenn eru með einhverjar skoðanir og reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku með ýmsum ráðum og rökum. En að lokum, þegar það er tekin ákvörðun um flokkslínuna, þýðir það ekki að sannfæring þingmanns verður að víkja? Til hvers þurfum við þingmenn sem hafa bara þá sannfæringu að formaðurinn ræður? Sérstaklega þegar um þingmenn í ríkisstjórnarflokkum er að ræða þar sem formaður þeirra er yfirleitt ráðherra - sem þeir eiga að hafa eftirlit með.

1. gr. stjórnarskrárinnar kveður á um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Þess vegna er það mjög öfugsnúið þegar ráðherrar, sem formenn flokka, eru farnir að segja þingmönnum fyrir verkum. Jafnvel þó þeir sömu ráðherrar séu líka þingmenn. 

Flokkar velja formenn - þjóðin velur þingmenn

… sem leyfa svo formanninum að ráða. 

Við kjósum ekki flokka í Alþingiskosningum. Við kjósum þingmenn. Vel flestir sem ég hef talað við finnst hins vegar eins og þau séu að kjósa flokka en ekki fólk - og það er skiljanlegt. Við erum beðin um að setja x fyrir framan einhvern listabókstaf framboðs, en þegar við gerum það þá erum við í raun og veru að kjósa fólk á þeim framboðslista eins og ef við hefðum merkt 1, 2, 3, … fyrir framan nafn hvers frambjóðanda. Við erum að kjósa fólk, en ekki flokka. Kosningafyrirkomulagið er hins vegar svo klunnalegt að okkur finnst við vera að velja flokka en ekki fólk.

Með því að kjósa flokka, en ekki fólk, þá erum við að afhenta lýðræðislegt vald okkar til flokkanna. Til flokksforystunnar. Það þýðir að auðvitað velja flokkarnir sér forystu sem þeir telja geta sigrað í almennum kosningum. Aðrir frambjóðendur eru hvort sem er bara uppfyllingarefni sem hlýðir forystunni - en ekki eigin sannfæringu.

Nema, auðvitað, þingmenn sem hafa þá sannfæringu að hlýða bara. Það er þeirra eigin sannfæring að hlýða. 

Þingræði?

Erum við í alvörunni lýðveldi með þingbundna stjórn? Ég myndi segja að tæknilega séð erum við með þingbundna stjórn, en almennt séð þá afsala þingmenn sér því valdi. Ástæðan fyrir því er hvernig við kjósum - flokka en ekki fólk. Flokksforystu en ekki þingmenn. Afleiðingin er ráðherraræði en ekki þingræði.

Það er hægt að laga þetta, með því að kjósa öðruvísi. Með því að færa valdið meira frá flokkunum og til almennings - þannig að fólk kjósi fólk á atkvæðaseðlinum en ekki flokka. Hinn möguleikinn er bara að viðurkenna að við erum með ráðherraræði og breyta stjórnarskránni til þess að endurspegla það. Hvort tveggja væri betra en núverandi fyrirkomulag.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Eldgosið nú með forgangi Icelandia
Myndir
Innlent

Eldgosið nú með forgangi Icelandia

Einungis rútur Icelandia, eða Kynnisferða, mega fara slóðann að eldgosinu.
Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi
Heimur

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi

Gulli Reynis kveður sviðið
Viðtal
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

Hallgrímur hæðist að Njáli
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað
Heimur

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað

Hefur þú séð þessa menn?
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Hvíta húsið ræðst á South Park
Heimur

Hvíta húsið ræðst á South Park

Pálmi tætir Bergþór í sig
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

Skoðun

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Langt sumarfrí Alþingis - Að vera þingmaður 6. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Langt sumarfrí Alþingis - Að vera þingmaður 6. kafli

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli

Glimmerjátningar
Skoðun

Katrín Harðardóttir

Glimmerjátningar

Loka auglýsingu