
Margrét FriðriksdóttirMargrét tapaði málinu gegn Icelandair.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur sem kærði félagið eftir að henni var vísað úr flugvél árið 2022. Margrét átti bókað flug til Þýskalands en sagði að henni hefði verið vísað úr vélinni vegna grímuskyldu og ágreinings um handfarangur. Hún krafðist 20 milljóna króna í miskabætur.
Flugáhöfn sagði Margréti hafa verið drukkna og æsta og að hún hafi reynt að komast inn í flugstjórnarklefann. Dómurinn féll Icelandair í vil og sagði að Margréti hefði ekki tekist að sýna fram á að ákvörðunin um brottvísunina hefði verið ólögmæt. Einnig var bótakrafan talin illa rökstudd.
Margrét hefur tilkynnt að hún muni áfrýja dómnum til Landsréttar.
Dóminn má sjá hér.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment